Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 38
ÖRLAGANÓTTÁ
EYSTRASALTI
Ferjan Estonia ferst 28. september 1994
Estonia.
Sœnska ferjan
Estonia fórst í miklu
óveðri um miðja nótt
utan við Álandseyjar
í Eystrasalti. 852
farþegar og sjómenn
fórust. Einn þeirra
137, sem komust af,
Daninn Morten Boje
Hviid, lýsir hrœði-
legri nœturvist í
hálffullum björgun-
arbát í ólgusjó.
Sjórinn var ekki kaldur og það var
hvorki vindur né öldur. Loftið var þægi-
lega hreint. I’ótt munnurinn væri enn
samanherptur og þurr, fann ég bæði fyrir
lofti og sjó. Ég var nýkominn í sjóinn, en
mundi ekki nákvæmlega hvernig það
gerðist, hvorki hvaðan ég stökk af skip-
inu né stökkið sjálft. Kannski stökk ég
alls ekki, heldur gekk beint út i sjóinn,
en skipshliðin maraði í sjávarborðinu.
Hafði ég gengið út af reykháfnum? Það
var nótt, en samt var eitthvað sem gaf
birtu. Kannski tunglið eða ljóskastari á
skipinu.
Allt var hljótt. Það heyrðist hvorki óp
frá fólki né hávær vélarhljóð, aðeins lágt
suð frá loftræstikerfinu. Og svo þetta
hriktandi og eymdarlega málmhljóð, sem
ég heyrði um leið og ég hljóp út úr klef-
anum mínum. Það var eins og skips-
skrokkurinn, sem flaut rétt hjá mér, and-
varpaði með hálfrar mínútu millibili, líkt
og einhver drægi hann hægt niður.
Björgunarvestið hélt mér á floti og ég
barðist um með fótunum. Björgunarbátar
voru nálægt mér, en þá rak hratt í burtu.
Það heyrðist daufur hvinur frá þeim þeg-
ar þeir flutu hjá. Nokkrir björgunarbátar,
sem líktust venjulegum árabátum, tnör-
uðu á hvolfi. Allt í einu birtist stór
gúmmíhringur fyrir framan mig. lTöfuð
birtust yfir innri brún hringsins. Fólkið
var undir beru lofti.
Það voru margir um borð, kannski 16-
20 manns. Ég greip i kaðal og tveir menn
drógu mig inn fyrir. Það var jafnmikil
þörf fyrir björgunarvestið inni í bátnum
og fyrir utan. Við stóðum í sjó upp í
háls. Það var plastdúkur í hliðunum og
kaðlar til að halda sér í og það var hægt
að spyrna í slappan dúkinn og halda sér
þannig uppréttum og efri hluta likamans
upp úr sjónum. Það var fátt um orð, dá-
lítið muldur og einstök hróp endrum og
sinnum - nokkrum sinnum athugasemd-
ir: „Fjandinn sjállur, hann er sprung-
inn!”. Ég þekkti aftur þessa björtu og á-
köfu rödd, en hugsaði ekki frekar um
það. Lágvært muldrið þagnaði fljólt.
Fjótt eftir að ég var kominn um borð
rak bátinn hratt af stað - burtu frá skip-
inu. Það virtist í fyrstu sem við færum
um umferðargötu með árabátum og
einkum þó björgunarbátum, sem flutu
burt eins og lítil vaggandi indjánatjöld.
Tómu bátarnir - en þeir virtust vera
nrargir - þeyttust hratt í burtu. Aðrir bát-
ar þar sem ætla mátti að fólk væri undir
appelsínugulu þakinu - ef okkur bar
nógu nálægt gátum við heyrt raddir inn-
an úr þeim - rak á hóflegri hraða. Smám
saman fækkaði bátunum og allt í einum
vorum við alein á hafinu rétt eins og við
hefðum sjálf sett okkar eigin röngu
stefnu út í tómið. Enn sáum við Estoniu,
en heyrðum ekki lengur málmhljóðið
eða suðið frá loftæstikerfinu.Það var
nánast ljósbjarmi umhverfis skipið.
Estonia barðist enn, þótt óveðrið skylli
aftur á.
Ég stóð stöðugur upp í vindinn. Ég
yrti ekki á neinn, skynjaði aðeins nær-
veru fólksins. Sá eini, sem ég hafði ein-
hver samskipti við, var sjómaðurinn, sem
stóð við hliðina á mér. Hann var í appel-
38 - Sjómannablaðið Víkingur