Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 53
ur af að verða vakinn svo illa og er bíll flautaði inni í miðri borg, hentist hann í loft upp og hélt að verið væri að keyra yfir sig. Þeir hristu af sér laufið og héldu niður að höfn. Þar voru nokkrir menn við báta sína, en er spurt var um skiprúm var ekkert á lausu. Þannig ráfuðu þeir um borgina í nokkra daga uns einhver benti þeim á hús, sem kirkjan rak og þar reyndist kosta eina krónu að gista, en frítt var ef menn áttu engan pening. Þeir reyndust að sjálfsögðu vera í þeim hópi. Þarna gistu nokkrir finnskir skógar- höggsmenn, einn listamaður sænskur og Færeyingur. Menn voru ræstir klukkan sjö að morgni, fengu þá einn kaffibolla og brauðsneið og síðan urðu slæpingj- arnir að fara út á götuna, en starfandi menn héldu til vinnu sinnar. Síðan mátti koma inn aftur síðla dags og þá var aftur veittur einn kaffibolli og brauðsneið. Færeyingurinn tók þá félaga tali. Hann kvaðst vera fráskilinn, en hefði verið kvæntur sænskri stúlku. Hann sagðist vakna í bítið á hverjum morgni og færi þá á hótelin og fengi að þvo upp óhrein íulát og gæti hann þá nælt sér í matarbita og jafnvel eitthvað smávegis í nesti. Hann hóf að kenna þeim fálögum lífsreglur, sem hljómuðu á þá leið, að ef illa væri komið fyrir mönn- um skyldu þeir varast að leggja hönd undir kinn, því þá færu þeir að hugsa um vandræði sín. Tvo gripi þyrftu þeir að eiga: Sígarettumunnstykki og tann- bursta. Munnstykkið til að geta reykt stubbana, sem fyndust á götunum, en tannburstann - ekki endilega til að bursta tennurnar, - heldur til að þvo það af skyrtunni sem stæði framundan jakk- anum ef komist yrði í poll. Hinn hlutinn mátti vera óþveginn, en mikið atriði væri ætið að líta eins vel út og framast væri unnt meðan menn slæptust um bæinn. Einar virtist nú vera farinn að heyra of- heyrnir og áhyggjurnar jukust vegna væntanlegrar hegningar fyrir kapalstuld- inn Hann heyrði tvo menn ræðast við á götu og skynjaði þegar, að þeir voru þeir að tala um kapalþjófnaðinn í Bolungar- vík. Útvarpið flutti um hann sérstaka á- róðursþætti og blöðin töldu að hann yrði hengdur. Hann heyrði í einni útvarpsút- sendingu, að þetta var orðið að pólitísku milliríkja máli. Að öllu jöfnu kunni hann ekki meira en svo í málum, að hann gæti skammiaust beðið um bjór á veitingahúsi. Þeir voru að rápa úti á stræti einn dag- inn og höfðu farið að ráði hins heim- spekingslega færeyings og orðið sér úti um munnstykki til að geta fengið sér reyk af stubbum götunnar. Halli var að teygja sig eftir fallegum stubbi þegar bif- reið svört og gljáandi brenndi í veg fyrir þá og menn snöruðust út og sýndu lög- reglustjörnur bak við jakkalöf. Þarna var útlendingaeftirlitið á ferð og skipuðu þeir þeim félögum að fara inn í bílinn og hófu þegar spurningar. Þegar þeir skoð- uðu passana varð þeim að furðu hvers- vegna annar þeirra var stimplaður inn í landið en hinn ekki. „Hvar komst þú yfir landamærin?” spurðu þeir. „Hví er annar ykkar stimpl- aður inn í landið en hinn ekki?” Halli reyndi að útskýra málið og kom þá að stimplagleði Einars Alheims, en eftirlits- menn þessir nenntu ekki að hlíða á þá sögu alla. Þeir sögðust hafa fylgst með þeim á rápi þeirra um bæinn og þegar tó- bakið á götunni hafði freistað þeirra þótt- ust þeir sjá, að þarna færu ekki æskilegir gestir Svía. Þeir óku þeim beint til kon- súlsins og báðu hann að sjá um að geml- ingar þessir yrðu sendir til síns heima hið fyrsta. Konsúllinn útvegaði farseðla með flugvél á kostnað íslenska ríkisins, sem að visu skyldu svo endurkræfir af þeim félögum.Daginn eftir sátu þeir kumpánar svo í íslenskri flugvél á leið til heima- lands sins og voru þeir mjög fegnir að hafa verið heimtir úr helju frá svíum. Þeir lentu þó ekki saman í sætum í vélinni. Halli fékk sæti við hlið tveggja danskra hefðarfrúa, sem reyktu fína dömuvindla og voru skrafhreifar, en Einar lenti við hlið blökkumanns, sem hann taldi njósn- ara sendan sér til höfuðs af vondum mönnum. Hann læddi sér fram með sæt- unum, stansaði hjá Halla og hvíslaði: „Ég held að dagbókin mín verði notuð sem sönnunargagn gegn mér. Hún er full af stimplum og götunúmerum og sínir allar ferðir mínar í öðrum ríkjum. Ég ætla að rífa hana niður í klósettið og láta hana hverfa. Auk þess er við hlið mér negri, sem ég tel bolvískan spæjara.” Hann staulaðist fram eftir ganginum og inn á salernið og framkvæmdi eyði- leggingu hinnar merku bókar. Hann stansaði hjá Halla á bakaleiðinni og hvíslaði enn: „Ég veit að það bíður mín lögreglulið í Keflavík og ég verð tekinn fastur.” Svo hengslaðist hann dapurlega i sæti sitt við hlið hins hörundsdökka spæjara. Flugstjóri tilkynnti í hljóðnema, að svarta þoka væri í Keflavík svo að flug- vélin yrði að lenda á Reykjavíkurflug- velli. Andlit Einars alheims ljómaði og nú tók hann skyndilega gleði sína. Hann rak upp eitt af sínurn sigurópum. Halli leit við og var forviða um hvað á gengi. Einar veifaði höndum glaðhlakkalega. „Nú er ég sloppinn!” kallaði hann. „Nú bíður allt lögregluliðið í Keflavík, en ég leik á þá með því að lenda í Reykja- vík. Þetta er eins og í amerískri bíó- mynd.” Svo klappaði hann saman lófun- um og hló. Og hinn svarti sessunautur hans brosti líka út að eyrum. (Frásagnir af þessum sömu mönnum hafa einnig verið sagðar í bókinni: Togara- saga með tilbrigðum, sem gefin hefur verið út tvisvar og hefur verið meðal vinsælustu sögum meðal sjómanna. Þetta voni miklir kappar á tíma síðutogaranna.) H.M. Jól 2002 Nýtt ár 2003 Í|l = HÉÐINN = Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 www.hedinn.is • hedinn@hedinn.is Sjómannablaðið Víkingur - 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.