Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 58
Út er komið 5. bindi skemmtisagna úr ritröðinni Hundrað og ein ný vest- firsk þjóðsaga. Höfundur bókanna er Gísli Hjartar- son á Isafirði. Fyrri fjögur bindin hafa vakið verð- skuldaða athygli og mikla kátínu hjá þeim fjölmörgu sem lesið hafa þjóðsögurn- ar og nýjasta bókin er vel þegin viðbót, enda er Gísli meistari skopsagna. Frí- vaktinni þótti því tilvalið að afla fanga í nýju bókinni og ekki að efa að lesendur skemmta sér vel. Þeim sem vilja Iesa meira er bent á að hafa samband við höfund- inn í síma 456 3948 og fá Gísli Hjartarson bókina senda ‘ Pósti asamt gírseðli. Kynlífsbindindið Eitt sinn fékk Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður á ísa- firði mikla bakverki og gat sig varla hreyft í nokkra daga. Mik- ill vinur Konna er Jóhannes Kristjánsson, eftirherma frá Brekku á Ingjaldssandi, og frétti hann af þessum bakraunum vinar síns. Skömmu síðar var Jóhannes að skemmta á Broadway á Sólar- kaffi ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Á leiksviðinu sagði Jói: Hann Konni Eggerts vinur minn fékk í bakið. Þorsteinn læknir ráðlagði honum að fara í kynlífsbindindi og láta kon- una í friði í nokkrar vikur. Konni fór suður á Brjánslæk að vinna og féll fyrir eigin hendi eftir þrjá daga. Ótemjur Halldór Gunnarsson í Múla í Gilsfirði, þekktur hesta- og tamningamaður, stjórnaði lengi stórgripaslátrun í sláturhúsi Kaupfélags Króksfjarðar í Króksfjarðarnesi. Dýralæknirinn í Búðardal sá svo um að öllum heilbrigðiskröfum væri fullnægt. Nú var von á nýjum dýralækni, kvenmanni. Halldór var spurður hvort hann kviði því ekki að fá konu í kjötskoðunina. Hann svaraði að bragði: Eg hef átt við marga ótemjuna um dagana. Alltaf hef ég á endanum getað riðið þeim! Sjómannadagsfri Á mánudegi eftir sjómannadag er skipum venjulega ekki haldið úr höfn fyrr en eftir hádegi. Gylfi Helgason, skipstjóri á m/s Karlsey, skipi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, var að ræða þessa tilhögun við Björk Bárðardóttur, gjaldkera verk- smiðjunnar, og sagði að þetta væri eini dagur ársins sem hann fengi frí til að láta renna af sér. Þá spurði Björk: Verðurðu þá að fara fullur út alla hina dagana? Ónýta skakrúllan Guðbjartur Jónsson, „vagnstjóri” á Flateyri, var ásamt öðr- um að skoða bilaða handfærarúllu um borð í bát. Varð þeim fljótlega Ijóst að rúllan var ónýt. Guðbjartur kvað upp úr með þetta og sagði: Ef ég vissi ekki betur mundi ég segja að þetta væri ónýtt. Siglingafræði Fagranesið gamla strandaði við Arnarnes í byrjun níunda ára- tugar nýliðinnar aldar en náðist út óskemmt með öllu. Eftir þetta var Líndal heitnum Magnússyni, Dalla, ekki rótt á stíminu, sérstaklega þegar hríð var á, náttmyrkur og vont veður. Veturinn eftir strandið var Fagginn í Djúpferð og kom við í Bæjum á Snæfjallaströnd eftir farþega. Þennan dag var norðaust- an rok og snjókoma. Þegar skipið var aftur komið á siglingu eftir viðkomu við bryggjuna í Bæjum var Dalli settur við stýrið og gefið upp strikið sem sigla átti eftir. Hjalti M. Hjaltason skip- stjóri var í kortaklefanum aftan við brúna, sem var jafnframt klefi skipstjórans. Óskar heitinn Halldórsson stýrimaður kotn upp í kortaklefa og tóku þeir Hjalti tal saman. Tók þá Hjalti eftir því að Dalli er eitthvað órólegur við stýrið. Hjalti er glettinn og kallaði til Dalla, að allt væri í lagi og engin hætta og dýpið væri rúmir fjörutíu faðmar. Þá kallar Dalli inn í kortaklefann: Hvað ætli þú vitir um það? Það sér ekki út fyrir borðstokkinn fyrir byl! Lifað á landsins gæðum Hálfdán Guðröðsson frá Kálfavík í Skötufirði í Djúpi (Dáni kálfur) er mikill veiðimaður og náttúrubarn. Eitt sinn á áttunda áratug síðustu aldar lagðist Dáni kálfur út, fór með heitkonu sína þáverandi inn í Kálfavík, sem þá var löngu komin í eyði og akvegur ekki kominn um Skötufjörð. Þar hugðist kálfurinn lifa á ástinni, byssunni, netinu og því sem landið gaf. Þegar heitkonan hafði fengið selkjöt í alllar máltíðir allt sum- arið og Iangt fram á haust, gafst hún upp og stakk af. Sjálfsagt hefur ekki átt við hana að lifa á ást og selkjöti einu saman. Kálf- urinn fékk sér þá þræl, Magnús Vilmundarson frá Akureyri, en það er önnur saga. Um brotthlaup ráðskonunnar sagði Dáni kálfur síðar í viðtali við Vestfirska fréttablaðið: Ég skil ekkert i því að hún skyldi fara. Hún fór á sautjánda sel og ég reyndi þó að hafa matreiðsluna fjölbreytta og gaf henni til skiptis frampart og afturpart. Lífgjafinn Þá er Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Sam- fylkingarinnar, var 17 ára gamall, kom hann vestur á ísafjörð og varð háseti á Kofra ÍS 41 frá Súðavík. Undir haust í haugabrælu voru skipverjar að taka inn trollið. Össur stóð við borðstokkinn og var að slá á belginn svo hægt væri hífa inn pokann. Kom þá ólag á skipið og tilvonandi leiðtogi jafnaðarmanna hvarf í hafið. Haugasjór var en Össuri tókst að svamla upp að skipinu. Skip- verjum gekk illa að ná taki á honum, því aldan sleit hann jafnan úr höndum þeirra. Um borð voru meðal annarra þeir bræður frá Litlabæ í Súða- vík, Grétar Kristjánsson, sem var skipstjóri, og bróðir hans Kristján, sem á þeim árum var prýddur þykkum makka og því augnayndi kvenna. Það var einmitt Kristján sem að lokum náði taki á hári Össurar og hékk á því uns hægt var að draga hann um borð. Gísli Hjartarson 58 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.