Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 59
Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is • www.isfell.is Á barnum Skömmu eftir að Guðmundur Ólafsson á Grund í Reykhólasveit keypti hótel Bjarkalund langaði hann til þess að fá sér í glas. Hann fór á barinn til unnustu sinn- ar, hótelstyrunnar Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur og ætlaði að panta romm af tegundinni Captain Morgan. Guð- mundur er frernur fljótfær og sagði hátt og skilmerki- lega: Ég ætla að fá tvöfaldan Morgan Kane! um að stykkið yrði flutt þaðan á bát í veg fyrir skipið þegar það kærni norður á Patreksfjarðarflóann, svo ekki þyrfti að sigla inn á Patreksfjörð. Björn heitinn Björnsson, skipstjóri og útgerðarmaður, var fenginn til þessarar ferðar á bát sínum Mumma BA. Mummi er nú varðveittur á byggðasafninu á Hnjóti í Öriygshöfn. Björn fékk með sér í þennan túr Hjört Skúlason frá Stökkum á Rauða- sandi. Hjörtur var svolítið gefinn fyrir sopann, eins og svo margir fleiri góðir menn. Ferðin út í togarann gekk að óskum. Skipstjórinn ákvað að launa þeim Birni og Hirti ferðina aukalega og lét slaka niður til þeirra viskíflösku með þeim fyrirmælum að þeir ættu þessa flösku saman. Björn stóð siðan landstímið en Hjörtur fór ofan í lúkar og sást ekki meir. Þegar komið var í höfn á Patreksfirði kallaði Björn í Hjört til að binda bátinn. Illa gekk að ná hásetanum út en eftir japl og jaml og fuður kom hann upp úr lúkarnum reikull á fót- um. Björn segir þá við hann: Ertu orðinn fullur Hjörtur? Hálsrígur Brynjólfur Þór Brynjólfsson, útibússtjóri Landsbank- ans á ísafirði, er nokkuð snöggur upp á lagið og kann vel að svara fyrir sig. í kaffitíma í Landsbankanum á ísafirði settist ein starfsstúlkan og neri ákaft hálsinn, kvartaði sáran undan hálsríg og bætti við: Ég veit bara ekki hvernig ég hef legið i nótt. Kona þessi er gift togarasjómanni. Brynki spurði kon- una hvort dallurinn væri ekki inni. Jú, hann kom inn í gær. Þá muldraði Brynjólfur: Það er þá nokkuð ljóst hvernig þú hefur legið. Hálfa flaskan Eitt sinn fyrir mörgum árum var togari sunnan úr Reykjavík á leið vestur á Halamið. Þegar skipið var komið norður á miðjan Breiðafjörð vantaði varahlut í vélina. Var þá haft samband við Pareksfjörð og beðið Löngu seinna varð Össur umhverfisráðherra. Þá féll snjóflóð á Seljalandsdal og sumarbústaðahverfið eyddist. Skipulagsyfir- völd tregðuðust við að heimila endurbyggingu bústaðanna. Öss- ur flaug að lokum vestur til fundar við bæjarstjórnina og ætlaði að telja hana á sitt mál. Fundurinn varð erfiður og bæjarstjórn- armenn þungir yfir afstöðu ráðuneytisins. Beint á móti Össuri sat maður með glampandi skalla. Hann þagði framan af en svo hallaði hann sér fram og horfði hvassbrýnn beint í augu ráð- herrans, sem þóttist kannast við stingandi augnaráðið, þó hann kæmi manninum ekki alveg strax fyrir sig. Þarna var kominn Kristján Kristjánsson frá Litlabæ í Súðavík, lífgjafi ráðherrans og einn af bæjarfulltrúum íhaldsins á ísafirði. Kristján hvæsti loks á Össur ráðherra: Ég var ekki að draga þig á hárinu upp úr sjónum fyrir tuttugu árum til að þú kæmir svona fram við okkur, helvítið þitt! Riðið til kirkju Eitt sinn var verið að messa i Reykhólakirkju og stóð stór hópur fólks á kirkjuhlaði áður en það gekk í kirkjuna. Þar á meðal var Lilja Þórarinsdóttir á Grund. Lilja er snögg í tilsvörum og á til að vera fljótfær. Fólkið á hlaðinu veitti athygli miklurn jóreyk á mel- unum í áttina að Skerðingsstöðum og velti fyrir sér hver væri þar á ferð. Fljótt kom í ljós að þarna var Finnur Kristjánsson á Skerðingstöðum að koma ríðandi til kirkjunnar. Hesturinn undir Finni var ekki fulltaminn og snerist undir bónda og réð hann ekki almennilega við reiðskjótann. Þá skaust upp úr Lilju: Hu, allt sem hann Finnur ríður hringsnýst alltaf und- ir honum. vöruhús fyrir sjávarútveginn Hafiö samband við sölumenn Sjómannablaðið Víkingur - 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.