Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 60
Já, svaraði Hjörtur.
Þegar búið var að ganga frá bátnum fór Björn ofan í lúkar og
sá að flaskan þeirra var tóm. Hann sagði þá reiðilega við Hjört:
Ertu búinn úr flöskunni? Vissir þú ekki að ég átti helming-
inn?
Bjössi minn, svaraði Hjörtur, ég varð að drekka þinn part líka.
Hann var ofan á mínum helmingi.
Uppi á annarri
Finnur Magnússon á ísafirði, golfáhugamaður og leikari, hef-
ur lengi unnið í ritfangadeild Bókhlöðunnar á ísafirði. Eitt sinn
skrapp Finnur yfir í bókadeildina að spjalla við Berglindi Óla-
dóttur afgreiðslustúlku og bar þar að Jónas Gunnlaugsson versl-
unarstjóra og sá hann þau skötuhjúin standa þarna á spjalli.
Skömmu síðar kom viðskiptavinur og bað Finn ljósrita fyrir
sig skjöl. Ljósritunarvélin er uppi á annarri hæð og fór Finnur
upp til þess að vinna verkið. Meðan Finnur var uppi þurfti
Jónas, sem hafði farið niður í kjallara, að hafa tal af honum.
Jónas spurði Sigrúnu Halldórsdóttir afgreiðslustúlku hvar Finn-
ur væri, og bætti svo við:
Er hann enn yfir í bókadeildinni að klappa Berglindi?
Nei, svaraði Sigrún snöggt, hann er uppi á annarri.
Guli bíllinn
Gísli heitinn Hjaltason, sjómaður og hafnarvörður í Bolungar-
vík, var maður nokkuð víðförull. Eitt sinn eftir að hafa farið til
Rússlands fór Gísli til Ameríku með Hofsjökli, einu af skipum
Jökla hf., en hann vildi helst alltaf ferðast sjóleiðina ef því varð
við komið.
Hofsjökull sigldi til New York og lagðist að bryggju þar í
höfninni. Gísli fór nokkuð um borgina meðan skipið stóð þar
við. Þegar hann kom heim sagði hann mönnum í Bolungarvík,
að þetta hefði verið mjög lærdómsrík ferð. Minnisstæðast var
honum hversu bílstjórinn á gula bílnum hefði verið elskulegur
og þægilegur við sig. Svo bætti hann við:
Ef þið komið til New York strákar skuluð þið endilega
reyna að ná í þennan strák á gula bílnum. Hann leysir allra
vanda.
Að nenna niður á bryggju
Jón Kr. Elíasson Qónsi Elli), látinn fyrir nokkrum árum, var
einn af þeim mönnum sem svip settu á mannlífið í Bolungarvík.
Hann var sjómaður allan sinn starfaldur og eftir að hann að
hætti sökum aldurs til sjós var höfnin honum hugleikin og átti
hann oft leið niður á Brimbrjót að huga að aflabrögðum og
fleiru er að sjósókn lýtur.
Stefán Kristjánsson (Stebbi Kitt), bróðir Kitta Þ. sem lengi bjó
frammi í eyrarodda á Langeyri við Álftafjörð, var Bolvíkingur
sem hafði flutt til Ameríku og bjó þar alla tíð. Steinar Jóhanns-
son, ungur Bolvikingur frá Höfða í Jökulfjörðum, hafði verið í
siglingum á fraktskipum og siglt víða unt heimshöfin.
Einhverju sinni þegar Steinar var í fríi hjá foreldrum sínum í
Víkinni hitti hann Jónsa Ella og þeir tóku tal saman. Jónsi Elli
spurði Steinar hvort hann hefði siglt til Ameríku. Jú, Steini
hafði siglt á Ameríku. Þá spurði Jónsi Elli:
Hittirðu nokkuð hann Stebba Kitt þegar þú komst til Amer-
íku, elska?
Nei, Steini hafði ekki hitt Stebba Kitt.
Þá sagði Jónsi Elli:
Nei, elska, hann hefur ekki nennt oneftir.
Tilhleypingar
Kristján heitinn Sigurðsson (Kitti Sali), sjómaður í Bolungar-
vík, var sómamaður og hörkukarl. Oft var erfitt hjá honum að
sjá fyrir stórum barnahópi. Kitti hélt því til búdrýginda tíu eða
fimmtán ær í fjárhúskofa í Víkinni.
Kitti Sali var mikill kvennamaður, að eigin sögn, og hafði þá
raun um fengitímann, að þegar hrúturinn var búinn að embætta
þrjár eða fjórar kindur, þá þurfti hann að skreppa heim til
hvílubragða. Birgir Bjarnason, bóndi í Miðdal, átti á sama tíma
nokkur hundruð ær.
Eitt sinn þegar Kitti Sali skrapp heim úr fjárhúsinu um fengi-
tímann varð honum á orði:
Ekki skil ég hvernig hann Birgir fer að.
Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir
Viðgerðir og smíði á þenslumúffum
Ry ð fríi r
stálbarkar
Barkasuða Gudmundar ehf.
rvör 27 • 200 Kópavogur
3338 • Fax: 554 4220
896 4964 • 898 2773
Kt. 621297 2529
60 - Sjómannablaðið Víkingur