Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 68
Þegar hotnstraumur kemur beint inní trollið á móti toghraðanum eykst sjóflæðið sem því nemur, í þessu tilfelli yrði sjóflæðið 5,5 sjm.beint inní trollið og hætta fellur um koll, grandari slitnar, grjót kemur á fótreipið sést það um leið á mælingum hleranemans. * Trollauga eða höfuðlínunemi sem stað- settur er á netinu við höfuðlínuna rnælir opnun trollsins og fríbil milli botns og fótreipis. Gagnsemi: Scanmar trollaugað gefur bestu og ná- kvæmustu upplýsingar um innkomu fisks inní trollopið. Þjálfaður notandi greinir jafnvel hvaða tegund er að ganga inní trollið Skipstjórinn sér um leið ef trollið situr ekki vel í botni eða ef höfuðlínuhæðin fellur. * Aflaneminn. Staðsettur á pokanum. Þessi nemi olli byltingu og hefur skap- að hvað mestu hagkvæmni í togveið- um síðustu áratugi. Gagnsemi: Með honum sjá skipstjórnarmenn hvar og hvenær aflinn kom á toginu og ekki síst hversu mikifl hann var. Með því að bera saman upplýsingar, eða skort á þeim, við upplýsingar frá öðrum nem- um getur skipstjórnar-maðurinn metið ýmislegt í veiðunum. Skila t.d. lóðn- ingar frá trollauganu sér aftur í pokann eða ekki? * Toghraða/skekkjunema Neminn er staðsettur á höfuðlínunni. Gagnsemi: Neminn mælir hraða og stefnu sjó- flæðisins miðað við höfuðlinuna. Á- vallt sést hvort skekkja er á trollinu og skipstjóri getur leiðrétt hana með lengd togvíranna jafnharðan, neminn sýnir einnig glögglega hver hraði sjó- flæðisins er inní trollið, skipstjórinn getur því leiðrétt toghraðan á hverjum tíma með tilliti til kjörhraða trollsins. Fróðfeiksmofar Hraðinn á sjónum niður við botn sem getur oft á tíðum verið annar en GPS hraðinn, t.d. ef botnlægur 2,0 hnúta straumur er á móti 3,5 hnúta toghraða er straumur sjóflæðisins inní trollið 5,5 hnútar. Ef kjörhraði trollsins er 3,5 hnút- ar þarf að setja GPS hraðan niður í 1,5 hnúta, það sparar verulega olíu og kemur í veg fyrir “vatnsfötuáhrif’ í trollinu. Ef botnstraumur kemur á hlið til við togstefnu á veiðum með stórum flottroll- um (nærri botni) er næsta víst að fiskur- inn fer út um hliðarbyrðið með sjóflæð- inu. Petta hafa skipstjórar á Kolmuna- veiðum austur í Rósargarði reynt margoft. Þar voru góðar lóðningar á ferð- inni, innkoma var í trollopið þegar dreg- ið var í þær en en enginn afli aftur í poka. Skipin höfðu verið við þessar aðstæður í tvo daga þegar einum skipstjóranna datt í hug að skekkja trollið þar sem honum fannst vera hliðarstraumur á tog- inu og viti menn, maðurinn fór að mok- fiska. Tilraunir með dýpisnema á flottrolls- hlerum sýna allt að 40 metra hæðarmun á hlerunum í sjónum. Örlítið meira átak á annan vírinn rífur hann upp og veldur verulegum hæðarmun á hlerunum, það getur orsakast t.d. af hliðarstraum á troll- ið eða mismunandi skverun hleranna. Slíkur hæðarmunur veldur skekkju í trollinu og breytir sjóflæðinu inní trollið og ljóst er að þessar upplýsingar verða til þess að skipstjórar og netagerðarmenn og Scanmar munu skoða þessi áhrif mun betur í náinni framtíð. Sigurbjöm Svavarsson Framkvæmdastjóri Scanmar á íslandi M SCANMAR Fiskurinn fylgirsjóstreyminu. Efsjóstreymiö^r á skjön viö trollopiö, fer fiskurinn út um hliöarbyrðið. 2.9 ►0.8 68 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.