Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 70
Þeir fiska sem róa
Láki SH-55
Út er komin bókin Þeir fiska sem róa,
sem fjallar um smábátaútgerð á íslandi.
Með útgáfu þessarar bókar er ætlunin að
varpa ljósi á þátt útgerðar á minni bátum
í framfarasögu þjóðarinnar ásamt því
gefa lesandanum kost á að kynnast lífi og
starfi trillukarla vítt og breitt um landið.
Fyrri hlutinn fjallar um fyrirtæki og
stofnanir sem tengjast smábátaútgerð á
einhvern hátt. Sagt er frá umgjörðinni og
tækninni sem tengist útgerð bátanna. Par
er einnig rakin saga smábátaútgerðar frá
upphafi til dagsins í dag.
í síðari hluta bókarinnar er fjallað um
trillukarlana sjálfa og bátana sem þeir
gera út. Þeir segja sögur af sjónum, sögur
um góðan afla, hjátrú, baráttuna við
náttúruöflin og duttlunga stjórnmála-
manna. Þeir segja einnig álit sitt á kvóta-
kerfinu sem að margra mati hefur vegið
að rétti þeirra til að draga fisk úr sjó og
haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér
fyrir þá, fjölskyldur þeirra og afkomu
fólks um allt land.
Sagt er frá rúmlega fjörtíu höfnum
hringinn í kringum landið og fjöldi út-
gerðarmanna sem fjallað er um í máli og
myndum skipta hundruðum.
Bókin er 525 blaðsíður að stærð i A4
broti og prýdd fjölda litmynda af bátum,
útgerðarmönnum þeirra og af þeim höfn-
um sem þeir gera út frá. Þetta er eiguleg
bók fyrir þá sem fylgjast með útgerð ís-
landi og fullyrða má að hún gefi lesand-
anum gleggri mynd af lífi trillukarla á ís-
landi í dag. Bókin fæst hjá útgefendum í
Mörkinni 3, sími 533-1401 og í bóka-
verslunum Máls og menningar.
Með mynd af lúðu á náttborðinu
Feðgarnir Ólafur Gíslason, Gísli, Krist-
inn og Skarphéðinn Ólafssynir eiga út-
gerðarfyrirtækið Láki ehf. í Grundarfirði.
Gísli segir að fyrirtækið hafi verið stofn-
að 1997 utan um útgerð sem hann og
faðir hans voru búnir að reka í tíu ár.
„Við keyptum fyrsta bátinn 1986, hann
hét Láki þegar við fengum hann og við
héldum nafninu. Hann var 2,7 tonn og
við rérum tvö sumur á honum á grá-
sleppu og svolítið á handfæri seinni
hluta sumars. í lok árs 1988 kaupum við
annan bát sem fékk líka nafnið Láki,
hann var tæplega helm-ingi stærri, 5,9
tonn, og þá fórum við að róa á handfæri
og línu með grásleppunni. Við keyptum
svo þriðja bátinn sem fékk nafnið Birta
1995 og Kristinn bróðir kom inn í fyrir-
tæk-ið. Sá bátur er eingöngu á handfær-
um og línu.”
Þegar hér er komið sögu eiga feðgarnir
tvo báta og stofna útgerðarfyrirtækið
Láki ehf. um rekstur þeirra. Árið 1998
byggja þeir hundrað og áttatíu fermetra
hús og hefja saltfisk-verkun.
„Ári seinna stækkuðum við húsið í
þrjú hundruð og sextíu fermetra og í dag
erum við að taka um átta hundruð tonn
til verkunar á ári.”
Til að byrja með réru feðgarnir eftir
dagakerfi og voru næsthæstir yfir landið
þrjú ár í röð. „Á tímabili máttum við róa
í fjörutíu daga og þegar mest var vorum
við að fá 3,3 tonn að meðaltali á dag.
Árið 1999, þegar óvissan kom upp og til
stóð að setja alla á kvóta, ákváðum við
að velja viðmið- unina og sameinuðum
kvótann yfir á Birtu en gerðum Láka út á
grásleppu.” Að sögn Gísla selja þeir allan
afla á Fisk-markað Breiðafjarðar og
kaupa einnig hráefni til saltfiskverk-unar
af markaði sem þeir selja fullunninn til
Portúgals og Spánar. „Við seldum Láka
árið 2000 og keyptum 9,9
tonna bát sem fékk sama
nafn og er gerður út á
grásleppu og þorskanet
samkvæmt aflamarki og
um sama leyti gekk
Skarphéðinn bróðir inn í
fyrirtækið.”
Þegar Gísli er beðinn
um að rifja upp minnis-
stætt atvik af sjónum
hugsar hann sig um
svolitla stund og segir
svo:
„Tengdafaðir minn,
sem er frá Suður-Afríku,
var hér einu sinni í heim-
sókn og kom með okkur í
róður. Hann hafði aldrei farið á sjó áður
og framan af var þetta einhver sá daprasti
róður sem ég man eftir. Við vorum búnir
að þeytast um allan Breiðafjörð, frá Odd-
bjarnarskeri, norður á Fláka og Látra-
bjarg og inn undir Skor en hvergi var
fiskur. Þegar líða tók á daginn fannst mér
við vera búnir að keyra nóg og ég ákvað
að leggja mig en þeir ætluðu að skaka
svolítið á Blett-unum áður en við færum
heim. Eftir tæpan hálf-
tíma vekja þeir mig og
segja allt fast í botni eða
eitthvað stórt á. Ég fór út
og sá að það var ekki fast,
færið var á u.þ.b. níutíu
faðma dýpi og gekk hægt
upp. Tengdapabbi var svo
spenntur að hann hopp-
aði hreinlega um dekkið
og tíndi til alla gogga og
krökur. Aflinn reyndist
vera um hundrað kílóa
lúða sem við náðum inn
eftir mikið bras og karl-
inn var svo montinn með
veiðina að við tókum
mynd af honum með lúð-
una. Hann gengur með
eina í veskinu og er með
aðra á náttborðinu suður í Afríku.”
Gísli segir að framtíðin í smábátaút-
gerð sé björt svo lengi sem Alþingi sé
ekki að hræra of mikið í greininni. „Það
væri mjög gott ef þingmenn gætu einu
sinni sett lög sem standa til framtíðar og
við fengjum að njóta öryggis og að vera í
ná-lægð við fiskimiðin. Mér finnst það
réttur hvers íslendings að fá að veiða sér
í soðið og að handfæraveiðar ættu því að
vera utan við kvóta.”
70 - Sjómannablaðið Víkingur