Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 9
Ljósmyndakeppni sjómanna Ljósmynd Þorgeirs Baldurssonar af Óla á Stað í kröppum sjó hlaut 4. verðlaun í norrænni ljósmyndakeppni sjómanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Islendingar taka þátt í keppninni, sem haldin er í framhaldi af keppni í hverju landi fyrir sig. Að mati dómnefndar er mynd Þor- geirs velheppnuð og raunsætt dæmi um hvunndag í lífi fiskimanna nútímans. Við óskum Þorgeiri til hamingju með þennan góða árangur. Fyrstu verðlaun í norrænu keppninni féllu í skaut Krislian Bertelsen á Alacatel frá Danmörku. í 2. sæti var mynd tekin af Svianum Jorgen Simonsen, m/s Stena Jutlandica og í 3. sæti var mynd Norð- mannsins Finn Jorgensen á m/s Vidar Viking. Daninn Bertelsen fékk einnig 5. verðlaun í keppninni. Formaður dómnefndar íslensku keppninnar, Hilmar Snorrason, var við- staddur úrslit norrænu keppninnar í Osló í byrjun janúar. Samtals höfðu 772 "lyndir verið sendar til þátttöku í heima- keppni landanna, en aðeins brot af þeim fjölda fór áfram í samnorrænu úrslitin. í íslensku keppnina voru sendar inn sam- tals 69 myndir. Danskir sjómenn virðast mjög iðnir við myndatökur því í dönsku keppnina bárust 232 myndir og þar hlaut einmitt verðlaunamynd Bertelsen 1. sæti. Norðmenn sendu 201 mynd, Svíar 155 °g Finnar 115. Þorgeir Baldursson fékk 1. verðlaun í íslensku keppninni. Þau er hin stór- merka bók Gísla Sigurðssonar, Seiður lands og sagna - Sunnan jökla, sem Mál °g mynd gaf út fyrir síðustu jól. Auk texta prýða bókina hundruð nýrra og gamalla ljósmynda. Önnur verðlaun hlaut Hlynur Ársælsson, bókina íslands- sýn eftir Sigurgeir Sigurjónsson sem For- lagið gaf út fyrir jólin. Jón Páll Ásgeirs- son hreppti 3. verðlaun og fékk að laun- um bókina Sjósókn og sjávarfang sent Hólar gáfu út. Þessi mynd Finn Jorgensen hlaut 3. verðlaun í norrænu keppninni en hún sýnir að gamlir siðir cru enn í heiðri hafðir. Sjómannablaðið Víkingur - 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.