Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Síða 10
Hafrannsóknastofnunin Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum 2003 - togararall Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum (togararall) fór fram í 19. sinn dagana 3.-22. mars s.l. Fimm togarar voru leigð- ir til verkefnisins: Páll Pálsson ÍS 102, Ljósafell SU 70, Brettingur NS 50, Bjart- ur NK 121 og Breki VE 61. Breki tók stöðvar á norðvestur svæði til saman- burðar við Pál Pálsson. Aldursgreiningu fiska og úrvinnslu gagna er ekki lokið en hér á eftir verður stutt samantekt á þeim niðurstöðum sem liggja fyrir. Hitastig Hitastig sjávar allt í kringum land var hærra en verið hefur frá upphafi rallsins. Þorskur Nokkuð meira aflaðist af þorski en árið 2002 og hækkaði heildarvísitala þorsks um 9% frá fyrra ári. Mest fékkst af þorski djúpt út af Suðausturlandi og Vestfjörðum og einnig fékkst nokkurt magn djúpl út af Norðausturlandi. Lengdardreifing þorsksins staðfestir að árgangur 2001 sé mjög lélegur en ár- gangur 2002 virðist vera meðalárgangur. Holdafar þorsksins var svipað og í fyrra og eins og þá var það frernur slakt á stór- um svæðum út af Norðurlandi. Loðnu- magn í þorskmögum var það minnsta frá 1990 en þá var loðnustofninn í lægð. Ýsa Stofnvísitala ýsu jókst um 70% frá ár- inu 2002 en þá var hún sú hæsta frá upphafi stofnmælingarinnar. Pessi aukn- ing skýrist af 3 sterkum árgöngum, frá árunum 1998 - 2000. Talsverð breyting varð á útbreiðslu frá fyrra ári. Ýsumagn minnkaði fyrir norðan land en jókst ann- ars staðar, einkum við suður og vestur- land. Lengdardreifing ýsu bendir til að árgangur 2002 sé sterkur en árgangur 2001 aftur á móti lélegur. Gullkarfi Stofnvísitala gullkarfa hækkaði um 50% frá árinu 2002 og var ein sú hæsta frá upphafi rallsins. Stofnvísitala gull- karfa var í lágmarki árin 1992-1995 en hefur hækkað verulega síðan. Vísitöl- urnar eru töluvert breylilegar frá ári til árs þar sem tiltölulega mikið af karfaafl- anum kemur á fáum stöðvum. Engar vís- bendingar eru nú um sterka nýliðun í gullkarfastofninn og var 1990 árgangur sá síðasti sterki. Að lokum Niðurstaða stofnmælingarinnar sem hér er kynnt til bráðabirgða, er einn þátt- ur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofn- unarinnar á ástandi nytjastofna við land- ið. Það sem einkennir þessa stofnmæl- ingu er hátt hitastig sjávar, verulegur samdráttur í útbreiðslu loðnu sem er langmikilvægasta fæða botnfiska á þess- um árstíma og góður ýsu og karfaafli. Þessa dagana stendur yfir frekari úr- vinnsla gagna svo sem aldursgreining helstu tegunda. Lokaúttekt á niðurstöð- um og tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní n.k. Mynd 1. Heildarvísitala þorsks 1985-2003 Mynd 2. Lengdardreifing þorsks í stofnmœlingu botnfiska árin 2001 - 2003. 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.