Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 12
Bóndasonurinn úr Hörgárdal sem lagði fyrir sig sjómennsku „Þetta ex alltaf iafii skemmtilegr — segir Hjörtur Valsson, stýrimaður á Jjölveiðiskipinu Baldvini Þorsteinssyni EA ,,Mér líkaði strax mjög vel á sjónum og það lá fljótlega fyrir að þetta myndi ég leggja fyrir mig. Leiðin lá því í Stýri- mannaskólann til að mennta sig“ segir Hjörtur Valsson, fyrsti stýrimaður á fjölveiðiskipi Samherja, Baldvini Þor- steinssyni. Um er að ræða nýjasta skip Samherja sem kom til landsins seint á síðasta ári. Skipið hét áður Hannover og var gert út frá Þýskalandi og þar áður bar það nafnið Guðbjörg og keypti Samherji það frá ísafirði á sínum tíma. Áður en Baldvin Þorsteinsson kom til landsins að nýju voru gerðar á því ýmsar endurbæt- ur. Þá var það m.a. lengt í 86 metra og er í dag lengsta skipið í fiskveiðiflotanum. Hjörtur Valsson er 31 árs, bóndasonur frá Fornhaga í Hörgárdal. Hann segir það aldrei hafa komið til greina að hann í- lentist við búskapinn, heldur hafi hann snemma verið farinn að vinna við annað, og þá aðallega við fiskvinnslu. „Ég var einmitt á síldarvertíð á Neskaupsstað þegar það kom fyrst upp að ég færi til sjós og minn fyrsta túr fór ég á Birtingi, gömlum ísfisktogara sem gerður var út þaðan. Ég var 17 ára og fór aðallega í þennan túr til að prófa sjómennskuna“. Engir tveir túrar eins Hirti líkaði svo vel að það lá fljótlega fyrir að hann myndi leggja sjómennsk- una fyrir sig. , Já, ég sá strax að þetta yrði það sem ég myndi vilja starfa við. Það lá þvi nokkuð beint við að fara í Stýrimanna- skólann en í hann fór ég árið 1994 og út- skrifaðist tveimur árum síðar. Ég held ör- ugglega að ég hafi verið í síðasta árgang- inum sem lauk náminu á tveimur árum, áður en námið var lengt um helming. Ég kunni mjög vel við námið. Þarna var bekkjakerfi sem þýddi að maður var í skólanum allan daginn og þetta var nokkuð strembið. Ekki mjög erfitt, en þó þannig að maður fór ekki í gegn um þetta með hangandi haus“. Þegar Hjörtur hafði lokið námi réði hann sig til Samherja en hann hafði reyndar verið hjá fyrirtækinu meira og minna frá árinu 1991, nær allan tímann á fystitogaranum Viði. Hann var svo á Víði þar til síðast liðið sumar. Þá tóku við nokkrir túrar á Vilhelm Þorsteinssyni þangað til Baldvin hinn nýji kom um áramótin. Það þarf ekki að toga með töngum upp úr Hirti hverjir eru aðalkostir sjó- mennskunnar: „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Það er mikil fjölbreytni og engir tveir túrar eru eins. Það er alltaf nóg að gera og tím- inn líður hratt þó túrarnir séu langir. Það skemmir svo ekki að launin eru alveg ágæt. Ókostirnir eru helst langar fjarverur Hjörtur Valsson i brúnni. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.