Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 24
Gluggað í bókina BÓ og Co þar sem sagt er frá Túlla Túlli (fyrir miðju) á Óla Garðari. Fyrir tveimur árum kom út ibók um Björgvin Hall- dórsson sem heitir BÓ og Co, skrásett af Gísla Rúnari Jónssyni. Þar er að finna ýmsar frásagnir af Túlla og hér á eftir er gripið niður í þá kafla. - Ég hugsa að pabbi hefði getað orðið þokkalegasti krúner hefði hann nennt þvi. Hann hafði skemmtilega rödd. Beitti henni af spaugsemi, gjarnan í anda Louis Prima sem var hans uppáhald. Dálítil Dean Martin týpa, „italian" með lokk fram á ennið og tvírætt blik í augum. Líka glúrinn * munnhörpu. Oft beðinn um að troða upp svona óformlega, Stundum einn en líka með bræðrum sín- um, Jóni og Hafsteini... Túlli syngur mikið. Mest með útvarp- inu. Ef hann gerir það opinberlega notar hann trekt. Píanó var á heimili foreldra hans á Austurgötunni og alltaf einhver að spila. í Versló tekur hann lagið með skólakvartett við undirleik Carls Billich. Öllum ber saman um að hann syngi lag- lega. Ef einhvers staðar heyrist músik og Túlli búinn að fá sér neðan í því tekur hann lagið. Ævinlega vel liðið. Eitt sinn fara Túlli og Sigga á togaraárshátíð frammi 1 Garðahverfi. Ekki er spilað ann- að á ballinu en Hvitir mávar, nýtt lag með Helenu Eyjólfs. Fyrirvaralaust stendur Túlli á fætur, með einn gráan í brjósti, orðinn langþreyttur á mávunum og segir stundarhátt: „Góðu hættiði þessu helvitis hvítu máva gargi. Takiði heldur eitthvað almennilegt.“ Við svo búið svífur hann upp á svið og syngur Bónasera með rödd Louis Prima. Það er uppáhaldslagið hans. Allt ætlar um koll að keyra. Ógleymanlegt þeim sem þarna voru. Löngu síðar, stuttu áður en Túlli er al- kominn í land, eru Björgvin og Brimkló- arstrákar með þátt. Björgvin kemur 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.