Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Qupperneq 30
Við ákváðum því að siga og reyna björgun. Við vorum allir sammála. Þyrlan er afar vel búin tækjum og tólum til björgunar við erfiðar aðstæður. Nætur- sjónauki er i þyrlunni og í mínum huga er enginn vafi að hann réði úrslitum. Við hefðum ekki getað bjargað manninum án nætursjónauka. Við reyndum að finna bestu leiðina til að síga, fórum með þyrluna eins neðar- lega að skipinu og við þorðum. Flug- stjóri gaf skipun um að síga niður. Við vorum tveir sigmenn um borð en það kom í minn hlut að fara.“ Eyþór Garðarsson „Ég seig niður til mannsins. Hann heit- ir Eyþór Garðarsson. Ég greip til hans og reyndi að ná tökum á honum til að festa hann við mig svo hægt væri að hífa okkur upp. Það var erfitt að ná taki á og festa Ey- þór við björgunarbeltið. Vírinn snerist svo ég átti í nokkrum vandræðum með hann. Ég missti af Eyþóri í fyrstu en tókst svo að festa hann við beltið mitt. Við vorum svo hífðir upp. Við vorum ekki hífðir um borð, heldur upp frá bátn- um. Síðan var farið rólega upp á bergið þar sem islenskir björgunarmenn tóku á móti okkur. Þar tóku þeir við Eyþóri. Hann var ótrúlega vel á sig kominn. Hann sagði okkur að hann hefði einn verið eftir. Við fórum aftur yfir bátsflakið. Við vildum leita af okkur allan grun. En þar var enginn eftir. Hinir höfðu allir farist. Eyþór var eini maðurinn sem tókst að bjarga. Björgunarmenn í landi fóru svo með hann á Heilsugæslustöðina í Ólafs- vík. Eyþór var ótrúlega duglegur að hafa þetta af. Svo frétti ég síðar að hann gekk meira að segja heila tvo kílómetra áður en hann komst í björgunarbíl sem ók með hann til Ólafsvíkur. Svona menn eru hetjur!“ Tíminn stóð í stað „Ég gerði mér aldrei grein fyrir hvað tímanum leið. Hann hreinlega stóð í stað! Það er líka svo fjarri að hugsa um slíkt. Ég frétti síðar að ég hafði verið niðri i bátnum í fimm, kannski 10 mín- útur. En þetta var vissulega erfið björgun, erfitt að athafna sig vegna veðurhæðar. Reyndar hafði veður lægt nokkuð þegar við vorum yfir flaki bátsins en það var samt slæmt veður.“ 50-60 varnarliðsmenn tóku þátt í björguninni „Það komu margir íslendingar og margir varnarliðsmenn að björguninni. Auðvitað þekki ég fyrst og fremst til varnarliðsins. Við vorum fimm um borð í þyrlunni. Auk okkar tók um 50-60 manna hópur varnarliðsmanna þátt í björguninni með einum eða öðrum hætti. Að koma flugvélinni út úr skýli og gera hana ílughæfa á svo skömmum tima er vinna annarra félaga okkar í varnarlið- inu. Það er fjöldi þátta við svona björgun sem aðrir vinna, vinna sem er mikilvæg og sérhæfð. Svo má ekki gleyma því að það er áhöfnin öll sem stendur sem ein heild í svona aðgerðum.“ Of mikið gert úr mínum þætti „Það er erfitt fyrir flugmenn að halda þyrlu nákvæmlega á réttum stað svo hægt sé að síga niður. Þyrlan má ekki hreyfast mikið á meðan. Það eru einungis snjöllustu og bestu flugmennirnir sem hafa náð slíku valdi yfir þyrlum sínum. Javier Casanova flug- stjóri er mjög fær í sínu fagi. Mér finnst gert of mikið úr mínum þætti við björgun Eyþórs. Það má ekki gleymast hvað hann sjálfur stóð sig frá- bærlega. Hann skorðaði sig fastan uppi á stýrishúsi bátsins, hélt sér þar dauða- haldi á meðan sjórinn gekk yfir hann. Og þetta var ekki neinn venjulegur sjór. í svona brimi er hrikalegur kraftur í sjónum og ég skil ekki enn þann dugn- að, þann mikla kraft sem Eyþór átti eftir til að bjarga lífi sínu. Það er ótrúlegt að hugsa til þess. Gleymum því ekki að hann var búinn að halda sér þarna 1 eina þrjá tíma. Það er gríðarleg þrekraun, það er erfitt að trúa þessu ef grannt er skoðað. Hann vann afrek, ekki bara ég eða við á þyrl- unni!“ Tvær þyrlur „Það voru tvær eins þyrlur sem fóru í loftið þetta kvöld frá okkur. Við vorum það lið sem var fyrr tilbúið til að fara svo að við vorum sendir af stað á undan hinu. Hin þyrlan var síðan send af stað rétt á eftir okkur enda var veðrið mjög slæmt en slíkt er yfirleitt gert, tvær þyrlur eru nær alltaf sendar saman þegar svona stendur á. Það eru margar ástæður fyrir því. En auðvitað er það öryggið sem haft er í fyrirrúmi. Það eru margir aðrir sem gera það sama og ég. Þeir sem vinna við björgun- arstörf á þyrlunum eru á margan hátt lík- ir menn, líkir í sér ef má orða það svo. Þetta eru yfirleitt duglegir og harðgerð- ir menn sem taka því sem að höndum ber. Við erum svona svipaðar manngerð- ir! Ef einhver þeirra hinna hefði verið þarna þá hefðu þeir gert það sama og við gerðum í þyrlunni okkar. Það er tilvilj- un að ég er sá sigmaður sem sendur var niður. Áður en við lögðum af stað vissum við ekki nákvæmlega hvernig aðstæður voru. Upplýsingarnar fara í gegnum svo marga áður en þær ná til okkar svo við erum ekki með mjög nákvæmar upplýs- ingar. Innan áhafnar erum við allir með mis- munandi störf. Við vorum tveir um borð sem gerum það sama og ég eins og ég hef áður sagt. Það voru einnig tveir sigmenn í hinni þyrlunni. í stóru íslensku þyrl- unni eru tveir sigmenn, eins og hjá okkur. Flugstjórinn er yfirmaður í flugvélinni. En samt sem áður geta allir um borð neit- að að gera eitthvað, t.d. í mjög hættulegri björgun. Það þurfa allir að vera sammála um framkvæmd aðgerðar. Okkur tókst að bjarga Ey- þóri Garðarssyni. Mér þykir óskaplega gott að eiga minn þátt í þeirri björgun. En það var hörmulegt að geta ekki bjargað hinum þremur. Þar fórust vaskir íslenskir sjó- menn og fjölskyldur þeirra eiga um sárt að binda. Það er hörmulegt." Ryc fríi r stálbarkar Barkasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 564 3338 • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi * Loftlagnir Viðgerðir og smfði á þenslumúffum 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.