Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 32
rif. Skipið var statt undan ströndum Florida þegar atburðurinn átti sér stað en skipstjórinn sagðist ekki hafa hugmynd um að hann væri á bannsvæði og hvað þá heldur að hann hafi látið 15 tonna akkeri skipsins falla á þriðja stærsta kóralrif heims. Yfir- völd hafa reyndar lofað útgerð skipsins fyrir gott samstarf við að reyna að lagfæra skemmdirnar sem skipið olli en útgerðin réði strax hóp kafara til að gera þær lagfæringar sem hugsanlega væri hægt að gera á hinu skemmda rifi. Það kemur þó ekki í veg fyrir fjársektirnar en líklegast þarf skipstjórinn að fletta blöðum í leit að nýrri vinnu. Gámar l hrúgu á Maersk Carolina eftir að skipið hrcppti óveður í Atl- antshafi í vetur. Stórsjóir Bandaríska gámaskipið Maersk Carolina lenti heldur betur í skaða í Atlantshafinu fyrr í vetur þegar skipið var á leið yfir haf- ið frá Algeirsborg til New Jersey. Þegar skipið var statt í suður- kanti Stóra Banka (Grand Banks) þegar skipið fékk á sig mikið brot en þá var veðurhæðin um 26 m/sek og ölduhæð 10 - 15 metrar. Skipið sem er 62 þúsund tonn að stærð missti 130 gáma i sjóinn og fleiri hundruð gáma skemmdust þegar gámastæður um borð ultu um þilför skipsins. Leitaði skipið hafnar í Halifax þar sem hafnarstarfsmenn fengu það erfiða verk að taka í land alla skemmda gáma áður en skipið hélt áfram ferð sinni. Varaflotinn komst af stað Það var yfirvöldum í Bandaríkjunum mikill léttir þegar i ljós kom að ekki reyndist erfitt að manna þrettán skip sem flotinn hafði haft i varaflota sínum til nota þegar að styrjöld kæmi. Eft- ir að stríðsógnin varðandi írak fór að aukast þar í landi var á- kveðið að setja í gang áætlun um liðs og hergagnaflutninga en þar í landi höfðu menn spáð því að erfitt yrði að manna skipin þar sem þau væru orðin mjög gömul og einnig úrelt. Þá væru ekki til staðar sjómenn sem hefðu kunnáttu á þann fornaldar- búnað sem skipin væru búnin en þessi ótti reyndist ekki á rök- um reystur þegar til kom. Eflaust eru margir gamlir fyrrverandi sjómenn sem hefur runnið blóð til skyldunnar og því fegnir að geta lagt sitt af mörkum í stríðsrekstri þjóðar sinnar. Eftir 11. september hafa vopnaðir öryggisverðir frá bandarisku strand- gœslunni fylgt lóðsum um borð i skemmtiferðaskip sem koma til hafn- ar í Miami. Nú hefur farþegum fcekkað vegna stríðsótta. Ódýrt að ferðast Stríðsóttinn hefur fyrir þó nokkru byrjað að hafa áhrif á rekstur skemmtiferðaskipa i Karíbahafi. Eru menn því sammála að ástandið nú er hálfu verra en eftir 11 seplember og eru skemmtiskipaútgerðirnar farnar að bjóða upp á ferðir með helmings afslætti í þeirri veiku von að ná í viðskiptavini. Þá er að nýta sér ástandið ef einhver er að spá í að fara í siglingu enda erurn við íslendingar ekki mikið að hafa áhyggjur af því hvort strið brýst út þegar sumarleyfisferðir eru annars vegar. Flugmóðurskipið sem Rússar gáfu Indverjum á eflaust eftir að valda þarlendum stjórnvöldum fjárhagserfiðleikum. Bj ar nargreiði? Indverjar fögnuðu mjög þegar þeir fengu nýlega 44 þúsund tonna flugmóðurskip, Admiral Gorshkov, að gjöf frá Rússum. Skipið sem er eitt fjögurra skipa af Kiev gerð hafði ásamt syst- urskipum sinum verið lagt í kjölfar falls Sovétríkjanna. Það er engin smásmíði, skipið er 273 metra langt, 32 metra breitt og á- höfn þess er 1200 manns. Menn spyrja sig reyndar að því 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.