Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 34
Smásaga eftir Hafliða Magnússon
Stúlkan
Veitingahúsið Vitinn í Bremerhaven var
vinsæll staður. Hann var nokkuð langt
uppi í bænum, í talsverðri fjarlægð frá
hafnarhverfinu. Par spilaði hljómsveit
stundum amerísk dægurlög á kvöldin og
fallegar stúlkur sveimuðu þar um salinn.
Halli bátsmaður sat þar einn við borð
kvöld nokkurt um miðjan vetur. Kalt var
úti þó logn væri, biturt frost, sem beit í
kroppinn og einhvernvegin virtist það
loftslag vera mun svalara þar ytra en í
heimalandinu við sömu skilyrði. Hann
pantaði sér svo nefnt Grogg, sem var
romm í heitu vatni. Pað var kennt við
Grogg stýrimann, sem hafði verið á her-
skipi og þar kenndi hann skipsmönnum
að safna saman daglegum rommskammti
þeirra út vikuna og að drýgja hann svo
með heitu vatni. Þá komust þeir á gott
kenderí um helgar í stað áhrifalítils sopa
á degi hverjum. íslendingar höfðu farið
að velja sér þennan drykk öðrum fremur
á Vitanum um tíma í hvaða árstíð sem
var og orsökuðu við það bros þjóna, sem
fræddu þá um , að drykk þenna notuðu
heimamenn aðeins i bitrum kuldum til
að örva blóðrásina. Halla fannst þá rétti
tíminn á þessu kalda vetrarkvöldi að
dreypa á svo ágætum hitagjafa og reyna
að ná í sig varma innan frá eftir að hafa
þrammað nokkurn spöl til veitingahúss-
ins í frostinu. Hann naut þess að sitja
þarna í friði, bragða öðru hvoru á romm-
inu og hlusta á hljómsveitina spila
gömlu, amerísku lögin, sem hvert um sig
vöktu hjá honum ýmsar minningar frá
liðnum atburðum úr heimalandinu.
Þýsku lögin voru heldur strembrari og
sum í hálfgerðum stríðsmarsastíl þó oft
færi best á því að hlýða á tónlist þeirrar
þjóðar, sem maður var staddur hjá
hverju sinni. Hann fór stundum einn
síns liðs upp í borgina til að forðast óróa-
sama skipsfélaga, sem stundum orsök-
uðu vandræði með ruddalegri framkomu
sinni. Einkum var þó óæskilegt að lenda
í félagsskap lítt kunnugra manna ef oft
skiftist um menn í áhöfninni. Hann
þekkti þá lítið til hegðanar þeirra er á
barina var komið og sumir gátu þá orðið
til stórra leiðinda. Stundum höfðu komið
fyrir vandræðaleg atvik þegar einhverjir
þeirra virtust ekki kunna fótuin sínum
forráð eftir að hafa innbirt fáein glös. Þá
var mönnum jafnvel vísað út af veitinga-
húsunum og leiðindin bitnuðu jafnt á
hinum, sem kunnu þó að haga sér skikk-
anlega.
á vatnsfötunni
Hann hafði setið þarna dágóða stund
þegar hann sá hvar stúlka stóð upp frá
barnum og stefndi í áttina að borði hans.
Hún var há, ljóshærð og hin glæsilegasta
í útliti.
,,Má ég sitja hjá þér?“ spurði hún og
settist að vísu um leið við hlið hans.
Hann kinkaði kolli. Þó hann hafði ekki
endilega æskt þessa félagsskapar var þó
alltaf notaleg tilfinning að hafa fallega
stúlku að sessunaut á veitingahúsi þar
sem leikin var ljúf tónlist og gott vín var
á borðum.
„Býðurðu mér upp á drykk?“ spurði
hún brosandi.
Halli gaf þjóninum merki og hann
taldi sig svo sem vita fyrir fram hvað hún
myndi panta. Þær báðu vanalega um
Piccolo, sem var hálf kampavínsflaska og
í dýrari kantinum. Sú spá rættist fyrr en
varði. Hún dreypti á glasinu og virti
hann fyrir sér. Svo lagði hún handlegg
sinn utan um hann og sagði mjúkri
röddu:
„Komdu með mér heim!“
Halli hafði ekkert verið á þeim buxun-
um að fara að flækja sig i kvennamál að
sinni. Hann virti þó stúlkuna betur fyrir
sér og innan skamms fóru um hann heit-
ir straumar. Hann smellti kossi á kinn
hennar og fann hve mjúk hún var og
ilmandi. Þau luku úr glösum sínum og
fóru út fyrir og tóku einn af leigubílun-
um, sem biðu fyrir utan. Það var alllöng
keyrsla til vistarveru stúlkunnar. Þau
stigu út úr bílnum í brunakuldann, sem
beit í andlitið úti fyrir. Hún stakk lykli í
skrána og opnaði dyrnar. Þar reyndist
vera gengið beint inn úr veggnum í her-
bergið án gangs eða forstofu. Kolaofn
stóð þar í horni vel kyntur og voru við-
brygði að koma beint úr frostinu inn í
funa hita vistarverunnar. Herbergið var
fremur lítið. Rúm var þar upp búið, borð
og tveir stólar og fataskápur. Lítil eldavél
stóð á gólfi við hliðina á ofninum.
„Þú mátt fara í rúmið.“ Sagði stúlkan
og byrjaði að tína af sér spjarirnar. Halli
lét ekki standa á sér að gera slíkt hið
sama og smeygði sér svo ber undir sæng-
ina. Stúlkan var dágóða stund að afklæða
sig og virtist njóta þess að fara sér hægt
og að hafa áhorfanda. Svo brá hún sér
einnig í bólið og tilkynnti um leið og
hún dró sængina upp að höku:
„Það má ekkert koma nálægt mér í
nótt. Ég fer til læknis í fyrramálið til að
láta fylgjast með, að ég sé hrein og heil-
brigð og ég vil ekkert láta snerta við mér
fram að því.“
Það var komið fram á varir Halla, að
þetta þætti honum þunnur þrettándi, en
hann hugsaði með sér, að allt að einu
væri þó notalegra að blunda hér við hlið
fallegrar stúlku en að vefja að sér í með-
allagi hrein sængurföt í þröngri koju um
borð í skipinu. Þó gat hann ekki orða
bundist og sagði:
„Ég hélt að þú hefðir ætlað mér betri
viðtökur fyrst þú fórst að bjóða mér
heim með þér.“
„Það bíður allt betri tíma,“ sagði stúlk-
an. „Ég verð betri við þig þegar ég kem
frá lækninum í fyrramálið.“
Hún seildist undir kodda sinn og dró
þaðan nokkur umslög, velkt nokkuð og
greinilega mikið handfjötluð. Hún tók
sendibréf úr einu þeirra og hóf lestur.
Öðru hvoru kyssti hún bréfið og renndi
þá storkandi augnaráði til legunautarins
við hlið sér. Þetta virtust greinilega vera
ástarbréf frá fjarlægum elskhuga og Halli
hafði á tilfinningunni, að nú vildi hún
gera tilraun til að gera sig afbrýðisaman,
enda stóð hann sig að því að geðjast eng-
an vegin að þessu tiltæki. Hún lauk lestr-
inurn á fyrsta bréfi, stakk því í umslagið,
dró fram annað og kyssti það enn á-
fergjulegar en hið fyrra. Hún sparaði
heldur ekki augnaráðið til hins dapra
elskhuga við hlið sér. Honum fannst
hann hlyti að vera ósköp aumur og lítil-
fjörlegur í augum stúlkunnar í saman-
burði við hinn ástheita bréfritara.
Hann saknaði Móniku allt í einu, rúm-
lega tvítugrar stúlku, dökkhærðrar og
fallegrar, sem hann hafði eitt sinn kynnst
á Vitanum. Hann var þrem árum eldri en
hún. í fyrsta skifti sem hann sá hana var
hún klædd hvítum kjól með bláum rós-
um sem hann vissi fegurstan klæðnað
stúlkna og hann minntist þess hve vel
hann féll að vel vöxnum líkama hennar.
Hún bauð honum heim í litla íbúð sína
og innan skamms hafði hún brugðið sér
afsíðis, kom svo nakin fram og þannig
gekk hún um íbúðina eftir það. Hún var
svo blíð og góð og hann varð svolítið ást-
fanginn af henni. Hann hitti hana
nokkrum sinnum, en einn góðan veður-
dag var hún horfin, hann vissi ekki
hvert.
Að lokum hafði stúlkan fengið nægju
sína af upprifjunum úr ástarbréfum sín-
um. Hún slökkti ljósið og var ofnuð inn-
an skamms. Halli íhugaði þessa niður-
34 - Sjómannablaðið Víkingur