Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 39
Ný sjómannabók að koma á markaðinn Saltstorkin bros Ný bók um fyndna og fríska togara- sjómenn frá tímabili síðutogaranna, störf þeirra og drauma í fiskitúrunum, ástir þeirra og ævintýri og einnig væntingar þeirra og vonbrigði í er- lendum höfnum og á heimaslóðum er að koma út. Höfundur er Hafliði Magnússon frá Bíldudal, nú búandi á Selfossi. Bók hans „Togarasaga með tilbrigðum“, sem út kom fyrir nokkrum árum og var síðan endurút- gefin, varð mjög vinsæl meðal sjó- manna. Þessi nýja bók er að nokkru leyti um sömu persónur, sem þekktar urðu úr togarasögunni, en hún hefst á fyrsta túr aðal söguhetjunnar,Halla, og síðan er fylgt ferli hans og ýmissa merkra karaktera á sjó og landi. Fjöl- margar myndir eru í bókinni, bæði ljósmyndir og teikningar. Nýlega hafð- ist upp á möppu, sem álitin var glöt- uð, með fjöldanum öllum af skop- myndurn eftir höfundinn frá fyrstu túrum hans á togskipi og er nokkuð úrval af þeim í bókinni, enda tengjast þær frásögninni ágætlega. Bókin kem- ur út um páskaleytið hjá Vestfirskra forlaginu og hér i blaðinu er birt ein frásögn úr henni. Hafliði Magnússon Ný Ijósmyndabók Sigurgeirs íslandssýn Bókaútgáfan forlagið sendi frá sér bókina íslandssýn eða Lost in Iceland með ljós- myndum Sigurgeirs Sigurðssonar. Ljós- myndabækur Sigurgeirs eru einar mest seldu bækur sem út hafa kornið hér á landi og hafa selst í tugþúsundum eintaka. Þessi glæsilega bók með myndum Sigur- geirs kemur út á þremur tungumálum; ís- lensku, ensku og þýsku. Á síðustu árum hef- ur mat jafnt íslendinga sem erlendra gesta á fegurð landsins tekið stakkaskiptum. Fólk mælir náttúrufegurð ekki einvörðungu í sól- arstundum, heldur metur ekki síður gildi eyðileikans, hinnar ósnortu víðáttu og kyrrðarinnar sem býr á fjöllum, söndum og afskekktum byggðum. Sjómannablaðið Víkingur - 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.