Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 45
Gert er ráð fyrir að nemendur í grunn-
námi hafi lokið framhaldskólaprófi, en
einnig er tekið tillit til almennrar reynslu
og aldurs umsækjenda. Reynslan hefur
sýnt að þroskaðir nemendur sem koma í
skólann hafa staðið sig mjög vel þrátt
fyrir að þeir hafi ekki mikla skólagöngu
að baki.
Nám á háskólastigi
Hólaskóli býður einnig nám á háskóla-
stigi í fiskeldi. Sem stendur er um eins
árs nám að ræða sem lýkur með
diplómaprófi. I’etta nám er ætlað útskrif-
uðum fiskeldisfræðingum frá Hólum og
þeim sem lokið hafa eða eru í háskóla-
námi í öðrum greinum. Námið er ætlað
þeim sem vilja stunda framhaldsnám á
háskólastigi í fiskeldi, en fjöldi fram-
haldsnema hefur stundað nám sitt við
Hólaskóla á undanförnum árum. Nem-
endur tengjast í náminu fjölbreyttu rann-
sóknastarfi fiskeldisdeildar Hólaskóla.
Ráðgert er að auka við þetta nám og
bjóða þriggja ára BS nám í fiskeldi við
Hólaskóla innan skamms.
Nemendur á fiskeldisbraut eru á ýms-
um aldri. I’eir yngstu eru um tvítugt, en
þeir elstu á sextugsaldri. í skólanum
gefst gott tækifæri fyrir þá sem vilja hefja
skólagöngu á ný og afla sér menntunar.
Hólaskóli.
Kennt er í litlum hópum, gott tækifæri
gefst til þess að sinna hverjum nemanda
og tekið er tillit til þess að nemendur
hafa mismunandi bakgrunn.
Aðstaða fyrir nemendur Hólaskóla er
góð. Nemendagarðar eru á Hólum bæði
fyrir einstaklinga og fjölskyldur og það
eru leikskóli og grunnskóli á staðnum.
Einnig geta nemendur fundið sér hús-
næði á Sauðárkróki.
I C E L A N H IC
U M BÚÐIR
Pöntunarsími: 560-7881
Fax: 581-4215
Netfang: packaging@icelandic.is
Sjómannablaðið Víkingur - 45