Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 6
Þröstur Haraldsson Umhverfis jörðina á 120 dögum og einum betur Jón G. Magnússon skipstjóri við mdlverkið Sjómannskona á heimili stnu á Seltjarnarnesinu. Jón G. Magnússon skipstjóri rifjar upp einu hnattferðina sem skip hefur farið undir ís- lenskum fána og með alís- lenska áhöfn Fyrir tuttugu árum urðu þau tíðindi að íslenskt skip sigldi undir íslensku flaggi og með íslenska áhöfn hringinn í kringum jörðina. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst og ekki fyrirsjáanlegt að það gerist i nánustu framtíð. Skipið sem hér um ræðir var Akranes í eigu Nesskipa og það var þá- verandi forstjóri þess og núverandi stjórnarformaður, Guðmundur Ásgeirs- son, sem kom því í kring að ferðin var farin. Skipstjóri í þessari ferð var Jón G. Magnússon og hann sagði blaðamanni ferðasöguna nú i haust. Jón hefur verið til sjós frá unglingsárum, byrjaði sem messadrengur á Tungufossi sautján ára gamall og tók stýrimannspróf 1972. Síð- an hefur hann verið í siglingum, lengi framan af á Fossunt Eimskipa og svo á ýmsum skipum fyrir Nesskip. I ársbyrjun 1985 var hann skipstjóri á Akranesinu þegar það lagði upp í heimsreisuna. En hvernig bar það til að íslenskt skip var sent alla þessa leið? Fram til þess höfðu þau ekki átt neitt erindi í þess háttar flakk. Hvað liafði breytt því? „Við höfðum verið í flutning- um fyrir málmblendiverksmiðj- una á Grundartanga og á þess- um tíma hafði japanska fyrir- tækið Sumitomo sem átti hlut í verksmiðjunni gert samning um kaup á verulegu magni af kísiljárni sem þurfti að flytja til Japans. Þá kviknaði sú hug- mynd hjá Guðmundi forstjóra að senda okkur hringinn en það sem gerði það kleift var að honum tókst að ná í farm frá Kína til austurstrandar Bandaríkjanna. Það var afrek út af fyrir sig því fram að því hafði verið mjög erfitt að fá farm yfir Kyrrahaf- ið. Það var hins vegar enginn vandi að loka hringnum því við lestuðum kol í Norfolk fyrir verksmiðjuna á Grundar- tanga,“ segir Jón. Flugur og sjóræningjar Alls voru 18 manns í áhöfn Akraness- ins í þessari ferð, þar af ein kona, Ásta Thorarensen matsveinn. Jón sagði að fjöldi manns hefði sóst eftir að fara með en einungis var hægt að hafa 18 manns í áhöfninni. Þann 16. janúar 1985 var svo lagt upp í ferðina sem átti eftir að standa í fjóra mánuði. Kúrsinn var tekinn á borgina Ceuta en hún er á strönd Marokkó skammt vestan við Gíbraltarsund. Þar var tekinn kostur og olía og læknir feng- inn um borð því einhverjir höfðu fengið flensuskot. Eftir 19 tíma stopp var haldið inn í Miðjarðarhaf og siglt eftir þvi endi- löngu. 31. janúar var akkerum varpað á ytri höfninni í Port Said þar sem Súez-skurðurinn hefst. „Þarna var hafður sá háttur á að skipum var safnað saman í skipalest, 20-40 saman. Skipin fengu númer og ef þau voru ekki tilbúin á tilteknum tíma urðu þau að bíða eftir næstu skipalest hálfum sólarhring síðar. Það komu lóðsar og menn frá hafnar- yfirvöldum um borð og byrjuðu á því að lilkynna mér að þeir þyrftu tvo kassa af góðu viskíi og svo sem 100 karton af sígarett- um, að öðrum kosti mættum við bíða í nokkra daga eftir að fá leyfi til að komast um skurðinn. Við vorum undir þetla búnir og létum þá fá það sem þeir báðu um. Svo voru hífðir stórir bátar um borð sem voru notaðir á leiðinni.“ Siglingin um skurðinn tók eina 15 tíma enda er Súez-skurður 193 kílómetr- ar að lengd og lengsti skipaskurður Hinn 16. janúar 1985 lagði Akranes, í eigu Nesskipa, upp í hnattsigling- una sem tók fjóra mánuði. Siglt xar á myrkxuðu skipinu á sjórœningja- slóðum, Kyrrahafið reyndist xera allt öðruxísu en önnur höf að sigla um og í Osaka fögnuðu heimamenn fyrsta íslenska skipinu sem þar lagðist að bryggju. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.