Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 56
Hilmar Snorrason skipstjóri H Jtan úr heimi Stærri Panamaskurður Orðið PANAMAX mun brátt fá nýja merkingu en hún táknar hámarksstærð skipa sem geta siglt í gegnum Panamaskurðinn. í nýlegum kosningum í Panama samþykktu 78% landsmanna að ráðist yrði í stækkun Panamaskurðarins þrátt fyrir að landið sé í fjárhagsvandræðum. Byggð verður þriðja skipastigaleiðin við skurðinn sem á að vera mörgum sinnum stærri en þær tvær skipastigaleiðir sem nú eru. Rekstraraðilar skipaskurðarins vonast til að geta hafið verkið þegar á næsta ári þannig að hann verði tilbúinn í breyttri mynd á 100 ára afmæli skurðarins árið 2014. Áætlanir gera ráð fyrir að breytingarnar kosti um 5,25 miljarða bandaríkjadala sem þarlendir ætla að fjármagna með lántöku. Þar af leiðandi munu skurðagjöld hækka um 3,5% árlega næstu 20 árin. Þetta þýðir fjórföldun á verði fyrir gámaskip eða sem nemur 100 USD pr. TEU. Stærsti notandi Panamaskurðarins, danska skipafélagið A. P Moller-Mærsk, hefur aðvarað þarlend yfirvöld vegna fyr- irhugaðra hækkana sem gætu leitt til þess að útgerðir breyttu siglingaáætlunum sínum og sigldu lengri leiðir til Kyrrahafs. Nýjustu skip útgerðarinnar, E gerðin sem sagt var frá í síðasta blaði, eru til að mynda of stór fyrir núverandi skurð og því sigla þau suður fyrir Ameríku. í dag eru stærðarmörk gámaskipa um skurðinn 4.000 TEU’s skip en eftir breytingarnar eiga 10.000 TEU’s skip að geta kom- ist í gegn. Nýjustu skip A. P. Moller-Mærsk gætu því ekki nýtt sér skurðinn, þrátt fyrir breytinguna, og eflaust eiga gámaskipin enn eftir að stækka eitthvað á næstu 8 árum. Annar skipaskurður Það er þó ekki víst að Panama verði lengi eina ríkið sem geti boðið upp á siglingar milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Forseti Nígaragúa, Enrique Bolanos, kynnti aðeins þremur vikum áður en Panamabúar gengu til atkvæða að þar í landi væri búið að gera metnaðarfulla áætlun um byggingu skipaskurðar sem myndi keppa við Panamaskurðinn. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir að nýi skurðurinn sem kallaður hefur verið Inter-Oceanic Nicaragua skipaskurðurinn muni kosta um 18 milljarða dollara og taka 12 ár að gera. Þessi nýi skurður myndi jafnframt taka stærri skip en Panamaskurðurinn gerir i dag eða allt að 250 þúsund tonna skip. Forsetinn hefur biðlað til alþjóðlegra fjár- festa að styrkja framkvæmdina og þar með snúa efnahagslífinu á þessu svæði til betri vega. Skurðurinn myndi stytta siglingar milli Kína og Evrópu um fleiri hundruð milur. Nígaragúa hefur lengi átt þann draum að eignast eigin skipa- skurð en skurður í gegnum landið var talinn álitlegur kostur áður en ráðist var í hönnun Panamaskurðar. Ásigling Það eru ekki skemmtilegir tímar hjá þýska skipstjóranum Wolfgang Schroder. Hann var skipstjóri gámaskipsins Zim Mexico 111 og varð fyrir því óhappi þegar hann var að taka skip sitt frá bryggju í Mobile Alabama að það rakst utan í gámakrana sem féll saman við ákomuna. Ekki vildi betur til en að rafvirki sem var að vinna á bryggjunni lést er kraninn féll. Schroder var þegar handtekinn og færður fyrir dómara. Þrátt fyrir að Schroder, sem er 59 ára og búsettur á írlandi, afhenti dóm- ara vegabréf sitt taldi dómarinn næsta auðvelt fyrir kallinn að hverfa úr landi með þau alþjóðatengsl sem skipstjórinn hefði. Dæmdi hann því Schroder í gæsluvarðhald þar til dómur verður upp kveðinn i febrúar n.k. Búist er við að hann fái allt frá 41 til 51 mánaða dóm en atvik sem þetta gæti varðað allt að 10 ára fangelsi. Launahækkanir Skortur á sérþjálfuðum sjómönnum er orðinn verulegur sem hefur jafnframt hækkað launin. Sjómenn á risaolíuskipum (VLCC) fengu til að mynda 20% launahækkun á árinu 2005 en það sem af er þessu ári hafa laun þessa manna hækkað um 9%. Engir skipstjórar á lausu Það er víða sem skortur er á sjómönnum og þá sérstaklega menntuðum. í Þýskalandi eru menn komnir á þá heljarþröm að þurfa að flagga skipum út á nýjan leik bara fyrir það eitt að gífurlegur skortur er orðinn á þýskum skipstjórum. Talsmenn kaupskipaútgerðar þar í landi hafa bent á að stöðugt þrengi að og það sé farið að bjóða í menn þannig að ef ekki er gert vel við menn eiga útgerðir á hættu að missa þá yfir til samkeppnisaðila. Gámaskip hafa veríð að missa gámafyrír borð þar sem gámafestingar hafa gefið sig. Gámaskór til vandræða Áður hefur verið fjallað um nýju gerðir gámafestinga (gámaskó) á þessum síðum. Á undanförnum árum hafa verið að ryðja sér til rúms sjálfvirkar gámafestingar sem kallast FAT (Fully-automatic twistlocks). Kostur við þessa gámafestingar er að þær læsa gámum saman án þess að hafnarstarfsmenn eða skipverjar þurfi að príla fleiri tugi metra eftir gámastæðum til að losa gámafestingar milli gáma. En ekki er allt gull sem glóir því eftir að þessi gerð gámafest- inga tók að verða almenn um borð í gámaskipum fóru stöðugt fleiri gámaskip að lenda í þeim vandræðum að missa gáma fyrir borð. Nú hafa mörg skipafélög tekið þessar gámafestingar úr umferð og jafnframt farið þess á leit að gerðar verði rannsóknir á gæðum þessa búnaðar. Vandamálið virðist þó fyrst og fremst vera að mörg flokkunarfélög hafa viðurkennt þennan búnað og þar með verða skipstjórar að sætta sig við vandann. Bureau Veritas hefur nýlega lokið rannsókn á þremur atvikum þar sem meira en 200 gámar fóru fyrir borð. Þrír megin þættir þess að gámar fóru fyrir borð voru notkun sjálfvirkra gámafest- inga, gámar voru staðsettir fyrir aftan yfirbyggingu og að veður var mjög slæmt og skipin ultu mikið. Þá kom einnig í ljós að gámaskór voru orðnir lélegir vegna slits. 56 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.