Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 65
Ýmsir hafa haldið því fram að það hafi verið breskur kafbátur sem réð- ist á íslensku skipin i marsbyrjun 1941. Tilgangurinn hafi verið að vinna íslendinga til fylgis við málstað Breta sem á þessum tíma stóðu einir í þessari styrj- öld sem þeir voru að tapa og þess vegna vísir til að grípa til örþrifaráða. Við réttarhöld sem haldin voru í Reykjavik vegna þessara skipstapa kom fram að togarinn Geir hafði verið stöðv- aður af breska kafbátnum Torbay N-79 þann 16. mars, 27 mílur út af Barra Head. Yfirmaður á bátnum skýrði togaramönn- urn frá því að daginn áður hefðu þeir sökkt vopnuðum þýskum togara sem var með íslenskan fána málaðan á síðuna. Torbay, hvaða skip var það? Kafbáturinn Torbay var smíðaður í Chatham, hann var 84 m. langur með tveim 2500 ha diesel vélum og 2 x 1450 ha rafmótorum til notkunar neðansjávar. Fjörutiu og átta tnanna áhöfn var á bátn- um. Þjóðverjar gerðu loftárás á skipasmíða- stöðina í nóvember 1940 svo afhending bátsins dróst fram í janúar 1941. Báturinn var vopnaður sextán tundurskeytum, fjögurra tonnnu fallbyssu, sem var í turn- inum, og þremur Lewis vélbyssum til loftvarna. Vegna þess hve Lewis byssu- rnar voru bilanagjarnar var sett svissn- esk Oerlikon loftvarnabyssa í bátinn árið 1942. Antony Miers var yfirforingi á bátnum í upphafi, næstráðandi var Paul Chapman sem hefur skrifað sögu af veru sinni um borð í Torbay og heitir hún, SUBARINE TORBAY. I bókinni eru myndir af áhöfn- inni og virðist hún öll hafa verið vel sjóuð þegar hún var skráð á Torbay. Samhæfing áhafnarinnar fólst 1 skotæf- ingum við Thamesósa og svo var lagt upp í fyrstu ferðina 6. mars 1941. Vegna þess að Chapman lenti í sóttkví gat hann ekki farið með og segir því ekkert frá þess- ari ferð í bókinni að því undanskildu að N-79 átti að fylgja skipalest til Halifax. Klukkan eitt aðfaranótt 22. mars leggur Torbay af stað frá Clyde til Alexandríu í Egyptalandi þaðan sem báturinn var gerður út þar til í maí 1942. Torbay herjaði rnest á Eyjahafi og sökkti þar fjölda skipa auk þess að bjarga samveldishermönnum frá eynni Krít og flytja strandhöggsmenn til Afríku. Bátnum fylgdu einn eða tveir strand- höggsmenn (mariners) sem voru á vél- byssunum, meðal annars vegna þess hve vanir þeir voru að vinna við vélbyssur og lagnir að koma þeim i gang þegar þær klikkuðu. Fyrsta herförin frá Alexandriu hófst 28. maí og var í þeint leiðangri sökkt tveimur olíuskipum, tundurspilli, skonnortu og þremur seglbátum (caique). Seglbátarnir voru svipaðir á stærð og íslenskir vertíðarbátar, voru þeir taldir vinna við flutninga fyrir þýska her- námsliðið. Áhafnir seglskipanna voru oftast (ein undantekning) skotnar með vélbyssunt og skipunum sökkt með fall- byssuskotum. Ef fallbyssan var biluð eða skotfæralaus var gengið frá skip- unum með vélbyssuskothríð eða lít- illi TNT sprengju (1,25 lb). Lýsingar Chapmanns á þessu öllu eru líkar lýsing- um íslendinganna sem sluppu lifandi frá árásunum í mars. Einn þeirra fslendinga sem lifði af sagð- ist hafa séð eitlhvað sem líktist svörtum eldspúandi kassa á sjónum. Fallbyssan var í turninum og þurfti Torbay því aðeins að slinga turninum upp úr yfir- borðinu þegar árás var gerð ofansjávar. Ekki verður annað sagt en að Torbay hafi náð sæmilegum árangri á Eyjahafi. Seinni hluta árs 1941 sökkti hann 14 seglbátum, 4 skonnortum, 5 flutninga- skipum, 3 olíuskipum, 2 tundurspillum og einum ítölskum kafbáti. Við útkomu bókar Chapmans varð upphlaup i bresk- um fjölmiðlum vegna meintra rnorða á þýskum hermönnum sem voru farþegar á einu af seglskipunum og höfðu gef- ist upp. Chapman lýsir þessurn drápum í bókinni og afgreiðir þau með því að líklega hafi þessir menn ætlað að ráðast á kafbátinn með handvopnum. Bretarnir hirtu kúlurnar, af hverju? Við stríðsglæparéttarhöldin í Núrnberg var reynt að sanna stríðsglæpi á þýska flotaforingja, það tókst ekki. Rétturinn www.kvotathing.is Þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi Skipa- og bátamiðlun Nýsmíði skipa/báta Kvótamiðlun Viðhaldsverkefni Ráðgjöf og þjónusta I Eignamiðlun í sjávarútvegi | Tækjasala SM kvótaþing Sími 577 7010 Fax 577 7011 kvotathing@kvotathing.is www.kvotathing.is SM Kvótaþing ehf. Þverholti 2 270 Mosfellsbæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.