Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 24
Sverrir Ólafsson
Rabbað við Rabba
Ágrip af sjóferðasögu Rafns Kristjdns
Kristjánssonar stýrimanns 1943 - 1968
Fyrsti hluti
hafði gerzt eitt og annað frásagnarvert.
Hann hafði jafnan eytt því; taldi það
ekki ómaksins vert; ekki frá miklu að
segja. En nú var svo komið að ég sat með
glósubók og penna í notalegri íbúð hans
við Dalbraut í Reykjavík, tilbúinn í slag-
inn að tala niður glósur eftir reynslubolt-
Það er á ofanverðum ýli á því herrans
ári 2007 og þorrinn er ekki langt undan.
Hann situr á friðarstóli, hann frændi
minn, eftir nærfellt átta áratuga vegferð
á sjó og landi. Mæður okkar voru systur
og mjög nánar og ég hef jafnan litið á
hann sem stóra bróður minn með tals-
verðri lotningu hafandi rúman áratug
umfram mig í aldri og jafnan í miklu og
nánu samneyti í uppvextinum. Svo var
hann sjómaður en ég var bara landkrabbi.
Ég kallaði hann Dedda á upphafsárun-
um, enginn veit hvers vegna enda festist
nafnið ekki við hann. Hann var alla tíð
mér afar vinsamlegur, átti þó til að vera
nokkuð stuttur í spuna og fara eigin
leiðir í dægurmálum. Lotningin hefur
líklega komið, þegar hann keyrði mig um
í hjólbörum, er ég var nýlega hættur að
vera ómálga og farinn að bera virðingu
fyrir þeim, sem hærri voru í loftinu.
Það hafði nokkrum sinnum borist í
tal, að við skröfuðum saman um sjó-
mennskuferilinn, því ég vissi til að þar
Kolvitlaust veður, en þá er betra að slóa undir land og helst inn á skjólscelanfjörð.
Sviðifórst í desember 1941. Hann var að koma af miðunum þegar hann hvarf en aldrei upplýstist
hvað kom fyrir skipið.
anum og togarasjómanninum Rafni
Kristjáni Kristjánssyni stýrimanni.
Lygasaga og önnur sönn
- Eg er fæddur að Vesturgötu 48 í
Reykjavík, uppi á lofti, 28. júní árið
1927, segir hann óspurður.
Við förum fljótt yfir æsku- og upp-
vaxtarár enda þau ekki á dagskrá í bili.
Vestfirskt sjómannsblóð var í föðurætt-
inni en sunnlenzkt í móðurættinni og
landkrabbar ekki fyrr en einhvers staðar í
framættum.
- Ég fór í fyrsta túrinn sem hálfdrætt-
ingur á togaranum Snorra goða árið
1943, er ég var á 16. ári. Á móti mér var
annar hálfdrættingur og góður vinur
minn, Þorsteinn Ingvarsson, kallaður
Steini. Yfirleitt vorum við á Halamiðum
og vesLur af landinu. Hlutverk okkar var
að vera í pontinum og þvo fisk, slægja
og henda niður í lest. Við gerðum lítið
annað en að vinna og sofa. Þetta var áður
en vökulögin komu og unnum við í 12
tíma og hvíldum okkur í sex en urðurn
að nota hluta hvíldartimans í að matast.
Á vaktinni fengum samt mat og kaffi líka.
Eftir að vökulögin komu var unnið í sex
tíma og hvílst í aðra sex og það var mik-
ill munur enda hitt fyrirkomulagið ekki
mönnum bjóðandi, þótt maður léti sig
hafa það.
24 - Sjómannablaðið Víkingur