Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 26
lyftir mér út fyrir lunninguna, sem fer í kaf. Ég fer á flot en held mér dauðahaldi í lifrarkörfuna en svo vel vill til, að hún skorðast undir lunningunni og hafði ég þannig handfestu og gat einhver veginn brölt inn fyrir lunninguna aftur. Enginn sá til mín og hefði ég týnst þarna á hafi úti ef ég hefði ekki haldið í körfuna. - Ég man eftir því að þú sagðist hafa farið útbyrðis, þegar þú komst heim, í miklum sjógangi. Þá hefðir þú bara synt á eftir skipinu og synt það uppi i öllum gallanum, náð taki á togvírnum og sveifl- að þér um borð fimlega. Man að ég fyllt- ist aðdáun yfir afrekum þínum. - Sá er munur á þessum sögum að önnur er lygi en hin ekki. Siglt með afla Ekki minnkaði aðdáun mín og álit mitt á þessum frænda mínum er hann fór í fyrsta sinn í siglingu til Englands með afla í sölu. Tíðkaðist mjög í þann tíð sá háttur, sem nú er nánast aílagð- ur. Hagkvæmara þykir nú að nota veiðiskip flotans með öðrum hætti. í farteskinu kom spánnýtt Raleigh reið- hjól handa mér; hét í höfuð sæfarans mikla og samtímamanns Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar. Ennfremur hafði hann í farteskinu forkunnarfagra kerta- stjaka úr silfri, sem enn eru til og fólk kom ofan úr sveitum til að horfa á. Svo mikið veraldarundur þóttu þeir. Og ég spyr: Var ekki eftirsóknarvert að komast í siglingar? - Það var það sannarlega. Einhver bið varð á því að ég fengi að fara í siglingu á fyrstu árunum og var ég orðinn nokkuð leiður á biðinni. Sex hásetar fóru með í þessar siglingar. Stundum voru bæði trollin tekin í land og fengust þeir, sem ekki fóru í siglinguna, við að dytta að þeim á meðan siglt var. Sú viðgerð fór fram á Kirkjusandi þar sem hús Glitnis stendur nú. Líka kom fyrir að dyttað var að netum, blökkum og öðrum búnaði á leiðinni. Ég sigldi fyrst 1945, er stríðið var búið. - Var ekki einkennilegt fyrir ungling- inn að komast til útlanda? - Það má eiginlega segja það. Menn töluðu annað tungumál i Fleetwood og Grimsby, jafnvel börnin. Starsýnast varð mér þó á hrossin. Þvílíkar stærðarinnar skepnur með hófa á stærð við pott- hlemma. Einu sinni erum við skammt frá Englandi í blíðskaparveðri, sól og hita. Ég var á rólinu (við stýrið). Spúla þurfti dekkið til að kæla það annað slagið þannig að farmurinn í lestinni, sem var isaður fiskur, héldist óskemmdur. Var því sjóslangan höfð í gangi. Áhöfnin fékkst við ýmiss konar viðhald svo sem að smyrja blakkir og að gera stroffur klárar. Vegna hitans voru allir berstripaðir. Meðal þeirra voru tveir fyrr- í áhöfn og urðu þeir túrar nokkru lengri en hinir hefðbundnu ísfisktúrar. - Það hefur margt borið fyrir augu tán- ingsins á fyrstu sjómennskuárunum. En þetta var heimur, sem fjöldi ungra manna kynntist í upphafi atvinnuferilsins. Og sjómennskan mörgum í blóð borin. Lítil upphefð í því að hafa aldrei migið i salt vatn. En skyldi hann frændi minn aldrei hafa komist í hann krappan á Viðeynni? - Einu sinni vorum við í aðgerð, en við hirtum lifrina og bræddum. Hitt inn- volsið fór í fuglinn. Ég gegndi hlutverki hausara, sem sá um að flytja lifrina af þilfarinu og afturá, þar sem hún var hituð og lýsinu dælt í tunnur. Það var bræla og stjórnborðstrollið var úti og við vorum að toga. Til að auðvelda mér verkið renndi ég lifrarkörfunni eftir strekktum togvírn- um. Skyndilega kemur hnútur á skipið og Hilmar varð síðar frammámaður hjá Sjómannafélaginu. Pokamaður sá um að opna pokann og hleypa aflanum úr vörpunni á þilfarið, þegar búið var að hífa inn. Aðeins reynd- ir menn gegndu þessari ábyrgðarstöðu. Splæsarar splæstu saman vira, leggi og róba, gerðu lykkjur og gengu frá endum. Leggir þurftu að vera af réttum lengdum og allt var þetta útbúið um borð, ekki sizt, þegar ekki var verið að fiska. Nú fá menn þetta tilbúið upp í hendur. Tvö troll voru um borð, stjórnborðs- og bak- borðstroll og var annað til vara og skipt yfir, ef hitt rifnaði. Stundum höfðum við Færeyinga með okkur, harðduglega menn við aðgerð en lítið kunnu þeir í netum. Yfirleitt voru 18 - 20 menn á dekki, 5-6 i vél, skipstjóri, stýrimenn og loftskeyta- maður. Væri fiskað í salt bættust 6-8 við Togarinn Marz RE-261 við Hvalsbak 1966. 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.