Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 36
Kristján Elíasson Hvað varð um réttindi mín? Knstján hefur ekkí verið mikið á flutningaskipum, og œtlar sér ekki á shk skip l framtíðinni, en vill þó ekki gefa eftir áunnin skipstjórnarréttindi. Fyrir um fjórum árum þegar ég endurnýjaði skip- stjórnarskírteinið mitt rak ég augun í að á nýja skírteininu var búið að minnka réttindi mín til stjórnar á flutningaskip- um um heil 50%, eða úr 400 tonnum niður í 200 tonn. Ég varð satt að segja dálítið hissa á þessu, sem vonlegt er, þvi ég tel að með þeirri reynslu sem ég hef öðlast, eftir að ég lauk námi, hafi mér frekar farið fram í skipstjórn, heldur en hitt og ef einhver ástæða var til að breyta einhverju í réttind- unum, þá væri það frekar til aukningar á þeim en minnkunar. Ég hafði samband við nokkra kollega og spurðist fyrir um ástand þeirra skírteina, hvort þeirra rétt- indi hefðu einnig verið skert þegar þeir endurnýjuðu. Flestir komu af fjöllum, þeir höfðu ekki tekið eftir þessu á skír- teininu, enda allir fiskimenn og ekkert að pæla i flutningaskipum, nema þegar þeir sigla í námunda við þau. Nú hef ég ekki verið mikið á flutninga- skipum, utan eitt ár sem messi í denn, og mér hefur ekki komið til hugar að fara á slík skip, hef alla mína tíð verið fiskimað- ur og reikna með að halda því áfram svo lengi sem heilsan leyfir. En samt, það kitlar hégómagirndina að geta sýnt skírteini sem staðfestir réttindi, t.d. sýni ég afar stoltur eldgamalt ökuskírteini mitt við margvísleg tækifæri, enda það plagg orðið rarítet, meira að segja í feministalitunum og ekki hafa réttindin verið skorin niður á þeim bænunr þrátt fyrir samræmda evrópska löggjöf og hvað eina. Það má því segja að umrædd réttindaskerðing hafi verið áfall fyrir egóið en um leið vaknaði spurn- ing hvort þetta væri hægt, ég meina; geta yfirvöld strikað yfir áunnin rétlindi bara si sona? Hvað t.d. með réttindi lögfræðinga? Ef ónefndur stjórnmálamað- ur væri enn við völd og honum mislíkaði við einhverja bón- uslögfræðinga, gæti hann þá með einu pennastriki fellt niður réttindi þeirra og gert þá að óbreyttum lagabókafletturum á skrifstofu úti í bæ? Auðvitað finnst manni slíkt óhugsandi, og þó, heilu glæpaferl- arnir hafa verið útstrikaðir bara si sona og engin tæknileg mistök þar á ferðinni. Mig minnir að fyrir mörgum árum hafi bílstjóri nokkur farið í mál við ríkið vegna þess að réttindi hans til að aka fólksflutningabifreiðum hafi verið skert, hann hafði venjulegt ökupróf, sem i þá daga veittu mönnum rétt til að aka fólks- flutningabifreiðum fyrir ákveðna tölu farþega. Maðurinn vann þetta mál á þeirri forsendu að hann hafði þessi réttindi áður en reglugerð um ökuréttindi var breytt. Þar sem ég mundi málavöxtu ekki nákvæmlega og þótti rétt að fá skýringar á réttindaskerðingunni, skrifaði ég lítið bréf til Víkingsins og bað um birtingu þess i blaðinu. Bréfið var sent utan af sjó og eitthvað voru menn á ritstjórn Víkings tregir til að birla það og báðu mig að hafa samband við skrifstofu FFSÍ þegar ég kæmi í land, sem ég og gerði. Þar var mér sagt að málið væri í nefnd hjá einhverju ráðuneyti og væntanlegt þaðan hvað úr hverju og því óþarfi að vera að skrifa eitt- hvað um það. Ég var auðvitað elsku sátt- ur með væntanlega framvindu málsins, þáði kaffi og árnaðaróskir um gott gengi á sjónum, takk fyrir mig, bless. Ástæður þess að þessar breytingar á réttindunum væru gerðar var mér sagt að væri vegna þess að nauðsynlegt væri að samræma réttindi íslenskra skip- stjórnarmanna einhverjum evrópskum stöðlum. Það er skemmst frá að segja að enn virðist málið vera í nefnd, a.m.k. hef ég ekki heyrt að niðurstaða sé komin í málið. Það er hinsvegar fyrir löngu komin niðurstaða í málið hvað mig varð- ar; ég fer fram á skýringar, svo einfalt er það. Mér finnst ég hafa ástæðu til þess að krefjast þess að þessi réttindaskerðing verði skýrð fyrir mér og jafnframt verði athugað hvort hún samræmist lögum, ég veit ekki einu sinni hvaða lögum, en það hljóta að vera einhver lög um atvinnurétt- indi og samtök skipstjórnarmanna hljóta að hafa einhverja lögfróða menn á sínum snærum til þess að ganga úr skugga um svona lagað. í framhaldi af þessu má geta þess að skv. 4.tbl.l0.árg. af fréttabréfi Siglingastofnunar, í desember s.l. „liggur Greinarhöfundur, Krístján Elíasson 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.