Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 39
Ólafur Bjarni Halldórsson Sjóferð með nýsköpunartogara á veiðar í salt við Grœnland Ljósmynd Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson Fyrri hluti íkingur hefur fengið leyfi Ólafs Bjarna Halldórssonar til að birta úr stórmerkilegri lokaritgerð hans í íslensku frá Háskóla íslands en þar fjallar Ólafur Bjarni um „ ... sjóman- namál á nýsköpunarárunum en það er fyrsta tímabil sjávar- útvegssögunnar sem minni hö- fundar nær til og óumdeilanlega tímabil mikilla straumhvarfa.“ Sá kafli sem hér verður birtur er, eins og heitið ber með sér, frásögn af veiðiferð á Grænland- smið, ekki neinni sérstakri, en frásögnin er að stærstum hluta byggð á viðtölum við sjómenn. Höfundurinn leggur sig í líma við að lýsa vinnubrögðum og gerir það með orðfæri sjómanna nýsköpunaráranna. í seinni köflum fylgja útskýringar orða og hugtaka og seinast er leitað uppruna þeirra. Við skulum halda á Græn- landsmið. Vakni spurningar með lesendum um einstök orð eða athafnir sem hér verður lýst hafið þá endilega samband við Víkinginn. Undirbúningur í landi og munstrun áhafnar Undirbúningur fyrir sex vikna veiði- ferð togarans á Grænlandsmið var í fullum gangi. Veiðar i salt útheimtu auk- inn mannskap og var áhöfninni fjölgað úr 30 í 42. Löndunarverkstjórinn sá um að margvíslegum búnaði eftir list- um, sem yfirmenn skipsins útbjuggu, var komið fyrir á sínurn stað í skipinu. Lestarborðum var slillt upp eflir kúnst- arinnar reglum; stíuklampar, steisklampai; skarðaborð, hilluborð, steisborð og hálf- borð. Hlaðnir vörubílar af salti biðu á bryggjunni því ekki dugði minna en 250 tonn af salti í fyrirhugaðan afla. Saltið var látið renna eftir þar til gerðum sliskjum í aðra hverja stíu í lestinni. Að því loknu voru fiskilestarnar skálkaðar. Vatnstankar skipsins voru fylltir. Gufuvél var í skip- inu og þurfti því mikið vatn á gufukatl- ana auk þess sem vatnið var til eldunar og þvotta á áhöfn. Olíubílar biðu á höfn- inni með svartolíu og fylltu alla olíutanka skipsins. Kostur áhafnar var hefðbund- inn en augljóslega mikill fyrir fjölmenna áhöfn og langa veiðiferð. Kjötskrokkar komu í heilu lagi, saltkjöt í tunnum, kartöflur í stórum sekkjum og rnikið af dósamat. Egg voru af skornum skammti og því einungis ætluð til matargerðar og fyrir æðstu yfirmenn skipsins samkvæmt samningum! Mjólk í brúsum var fryst og einnig brauð, en baulumjólk var til dag- legra nota. Sœmundur á hversdagsfötum og sparifðtum var vinsælt viðbit með kaffi að ógleymdum kringlum og tvíbökum. Vel þurfti að huga að veiðarfærum sem eru margbrotin í botnvörpunni. Þetta flaug niður í netalest: Undirvœngir, topp- vœngir, skver, yfir- og undir belgbyrði, yfir- og undir pokabyrði. Nautshúðir og margvíslegar stálvörur fóru undir hval-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.