Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Blaðsíða 39
Ólafur Bjarni Halldórsson Sjóferð með nýsköpunartogara á veiðar í salt við Grœnland Ljósmynd Norðurmynd/Ásgrímur Ágústsson Fyrri hluti íkingur hefur fengið leyfi Ólafs Bjarna Halldórssonar til að birta úr stórmerkilegri lokaritgerð hans í íslensku frá Háskóla íslands en þar fjallar Ólafur Bjarni um „ ... sjóman- namál á nýsköpunarárunum en það er fyrsta tímabil sjávar- útvegssögunnar sem minni hö- fundar nær til og óumdeilanlega tímabil mikilla straumhvarfa.“ Sá kafli sem hér verður birtur er, eins og heitið ber með sér, frásögn af veiðiferð á Grænland- smið, ekki neinni sérstakri, en frásögnin er að stærstum hluta byggð á viðtölum við sjómenn. Höfundurinn leggur sig í líma við að lýsa vinnubrögðum og gerir það með orðfæri sjómanna nýsköpunaráranna. í seinni köflum fylgja útskýringar orða og hugtaka og seinast er leitað uppruna þeirra. Við skulum halda á Græn- landsmið. Vakni spurningar með lesendum um einstök orð eða athafnir sem hér verður lýst hafið þá endilega samband við Víkinginn. Undirbúningur í landi og munstrun áhafnar Undirbúningur fyrir sex vikna veiði- ferð togarans á Grænlandsmið var í fullum gangi. Veiðar i salt útheimtu auk- inn mannskap og var áhöfninni fjölgað úr 30 í 42. Löndunarverkstjórinn sá um að margvíslegum búnaði eftir list- um, sem yfirmenn skipsins útbjuggu, var komið fyrir á sínurn stað í skipinu. Lestarborðum var slillt upp eflir kúnst- arinnar reglum; stíuklampar, steisklampai; skarðaborð, hilluborð, steisborð og hálf- borð. Hlaðnir vörubílar af salti biðu á bryggjunni því ekki dugði minna en 250 tonn af salti í fyrirhugaðan afla. Saltið var látið renna eftir þar til gerðum sliskjum í aðra hverja stíu í lestinni. Að því loknu voru fiskilestarnar skálkaðar. Vatnstankar skipsins voru fylltir. Gufuvél var í skip- inu og þurfti því mikið vatn á gufukatl- ana auk þess sem vatnið var til eldunar og þvotta á áhöfn. Olíubílar biðu á höfn- inni með svartolíu og fylltu alla olíutanka skipsins. Kostur áhafnar var hefðbund- inn en augljóslega mikill fyrir fjölmenna áhöfn og langa veiðiferð. Kjötskrokkar komu í heilu lagi, saltkjöt í tunnum, kartöflur í stórum sekkjum og rnikið af dósamat. Egg voru af skornum skammti og því einungis ætluð til matargerðar og fyrir æðstu yfirmenn skipsins samkvæmt samningum! Mjólk í brúsum var fryst og einnig brauð, en baulumjólk var til dag- legra nota. Sœmundur á hversdagsfötum og sparifðtum var vinsælt viðbit með kaffi að ógleymdum kringlum og tvíbökum. Vel þurfti að huga að veiðarfærum sem eru margbrotin í botnvörpunni. Þetta flaug niður í netalest: Undirvœngir, topp- vœngir, skver, yfir- og undir belgbyrði, yfir- og undir pokabyrði. Nautshúðir og margvíslegar stálvörur fóru undir hval-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.