Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 51
ull, Guðmundur Jörundsson, er fæddur í Þorgeirsfirði (í nóvember 1913) en Guðmundur gerði fyrstur manna út frystitogara á íslandi, löngu áður en slík skip komust hér í tísku. I Þorgeirsfirði urðu þau tíðindi i ágúst 1950 að rússneskl fiskiskip strandaði þar í fjörunni. Þegar átti að koma Rússunum til hjálpar vörðust þeir björgunarmönn- um sínum eins og grinnnir hundar. Þó hafði einn úr þeirra hópi farist og hinum var hreint ekki óhætt. Seinna fóru óprúttnir menn um borð í skipið og stálu úr því öllu sem nýtilegt var. Þjóðin hneykslaðist en aldrei komst upp um þjófana. Skipstjórinn okkar, hann Jón Þorsteinsson, kímir þegar Jón Stefán gengur á hann og vill fá að vita meira um þessa atburði. Ekkert svar. Hann ætlar ekki hafa það eftir sem var almælt á þeim tíma að skip úr síldveiðiflotanum - að sögn frá Reykjavík eða Hafnarfirði - hefði lagt upp að rússneska skipinu og síðan siglt í burtu með allt hið nýtileg- asta úr því. Flateyingar voru yfirheyrðir í þaula af Júlíusi Havsteen sýslumanni á Húsavik en viðurkenndu ekkert enda hafði glæpurinn átt sér stað þegar þeir fóru um borð. Ekkert sést lengur af rússneska skip- inu. Ég held að flakið hafi verið selt. Þegar við siglutu heim á leið, eftir að hafa grillað ofan í okkur í Þorgeirsfirði, velti ég fyrir mér hinurn dularfullu Rússum. Af hverju vildu þeir ekki láta bjarga sér? Og hverjir voru huldumenn- irnir sem laumuðust um borð og stálu dýptarmæli, áttavita og fleiru úr rússn- eska skipsflakinu? Hugurinn leitar jafnvel enn lengra aftur og þegar við förunr frarn hjá Keflavíkinni sé ég fyrir mér víkinga með úttroðinn munn af risavöxnum krækiberjum. Berjabláminn nær þcim upp undir augu. Þönglabakki í Þorgeirsfirði. Þar erfyrsti áningarstaður göngumanna - en okkar seinasti. Sjómannablaðið Víkingur - 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.