Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Qupperneq 59
Sjúklingarnir sem fengu appelsínur og
sítrónur náðu sér á sex dögum og hjálp-
uðu eftir það við að hjúkra hinum.
Rannsókn Linds breytti engu um
afstöðu flotaforingjanna og i hálfa öld
enn var skyrbjúgur helsti óvinur breska
heimsveldisins sem reisti meginstoðir
sinar á flotanum.
Þótt Lind væri kominn í land var hann
ekki búinn að gleyma vágestinum mikla.
Þvert á móti lagðisl hann í enn frekari
rannsóknir á rituðum heimildum um
skyrbjúg og 1753 gaf hann út, A TreaLise
of the Scurvy, sem hann tileinkaði George
Anson sem þá var orðinn æðsti maður
breska flotans. Fjórum árum síðar, eða
1757, lét Lind frá sér fara, On the Most
Effectual Means of Preserving the Health of
Seamen.
Arið eftir var hann skipaður yfirmað-
ur spítala flotans í Haslar, Portsmouth.
Stöðuveitingin kom rnjög á óvart enda
fáheyrt að maður sem hafði engin tengsl
við pólitíkusa eða aðalinn hreppti svo
feitan bita sem yfirlæknisstaðan í Haslar
óneitanlega var. Líklegast er talið að
Ansons lávarður hafi haft hönd í bagga
með ráðningunni enda vafalítið lesið rit
Linds.
Það er Ifka næsta víst að leiðangurinn
1740 til 1744 hefur aldrei liðið Anson úr
minni og þær skelfingar sem skyrbjúg-
urinn olli meðal feiðangursmanna. Það
lá því beinast við að draga þá ályktun af
ráðningu Linds að nú hefði breska flota-
stjórnin loksins ákveðið að láta til skarar
skríða gegn mannskæðasta óvini flotans.
En það var öðru nær. Enda þótt Lind
starfaði í aldarfjórðung sem yfirlæknir á
stærsta flotaspítala heims lifði hann ekki
að sjá kenningar sínar verða að vopni
gegn skyrbjúgnum.
I afneitun
Þrátt fyrir skrif Linds héldu læknar
ótrauðir áfram að velta fyrir sér orsökunr
skyrbjúgs. Sumir kenndu urn saltkost-
inum sem sjómenn voru tilneyddir að
leggja sér til munns á löngum sjóferðum.
Aðrir bentu á vont loftslag, þykknun
blóðs, sykur og þunglyndi.
Versla bakslagið fyrir Lind kom þó
þegar hinn frægi landkönnuður, James
Cook (1728-1779) sneri aftur úr ann-
arri heimsreisu sinni árið 1775. Hann
hafði þá flækst um heimshöfin í þrjú ár
°g ekki inisst einn einasta mann í dauð-
ann vegna skyrbjúgs. Lykilinn að þessum
árangri sagði hann vera rnikið malt sem
þeir hefðu gert úr sætt öl og gefið mann-
skapnum. Gook tók djúpt í árinni þegar
hann sumarið 1776 skrifaði yfirlækni
hersins, John Pringle: „Ég er hjartanlega
sammála ykkur urn að appelsínu- eða
sitrónuþykkni er allt of dýrt til þess að
Það verði nokkru sinni franrleitt í mikl-
úrn mæli. Þess utan held ég líka að það sé
°nauðsynlegt, þó þetta geti haft góð áhrif
tneð öðru þá held ég að eitt og sér geri
þetta ekki mikið gagn.“
Þannig vísaði sjálfur Cook kapteinn
á bug kenningum Linds um áhrifamátt
sitrusávaxta í baráttunni gegn skyrbjúg.
Þetta var stór biti að kyngja fyrir Lind
en þess verður hvergi vart að hann hafi
gerst biturt ganralmenni. Ekki heldur þótt
Cook væri hampað senr hinum mikla sig-
urvegara í baráttunni við skyrbjúg. Sem
var aldeilis út í hött enda hafði malt-bjór
ekkert að segja gegn þessunr skæða hörg-
ulsjúkdómi. En hvers vegna féllu menn
Cooks þá ekki í valinn?
Því verður ekki neitað að hann lét sér
annt um sjómennina sem þjónuðu undir
honum, gætti þess að þeir fengju hvíld,
góðan mat og góðan aðbúnað. Þetta
gerði vissulega sitt gagn en þegar öllu er
á botninn hvolft þá virðist staðreyndin
samt vera sú að Cook kaus einfaldlega
að loka augunum fyrir því að skyrbjúgur
herjaði á menn hans. Þessi sjúkdómur var
orðinn í augum sjómanna á 18. öld eins
og lúsin er í augum íslendinga á þeirri
tuttugustu og fyrstu. Til skammar. Hinn
nafntogaði skipstjóri á Bounty, William
Bligh, fullyrti 1787: „Skyrbjúgur er hneisa
hverju skipi.“ Og þegar einn úr áhöfn-
inni skrifaði síðar að skyrbjúgur hefði
gert vart við sig á Bounty hripaði Bligh
á spássiu handritsins: „Bligh skipstjóri
hefur aldrei fundið til skyrbjúgs á neinu
þeirra skipa sem hann hefur stjórnað.“
Menn leituðust við að fela sjúkdóm-
inn þegar hann kom upp og gefa honum
önnur nöfn. Cook féll í þessa gryfju.
Bligh aftur á móti geymdi eintak af bók
Linds í klefa sínum og fylgdi að minnsta
kosti því ráði hans að létta lund áhafn-
arinnar með því að ráða fiðluleikara. Sem
dugði honum þó ekki því að áhöfnin
gerði uppreisn eins og frægt er orðið.
En reynslan hélt áfram að kenna lækn-
um sjóhersins, ekki síður en Bligh skip-
stjóra, og smám saman kornust þeir yfir
Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir
CATERPILLAR • CUMMINS • KOMATSU
DETROIT DIESEL • o.fl.
VÉLAR ehf • Vatnagörðum 16 • 104 Reykjavík
Sími 568 6625 • velar@velarehf.is • www.velarehf.is