Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Page 64
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr Árekstur í Hormuz sundi Það á ekki af kafbátaflota Bandaríkjamanna að ganga hvað varðar árekstra. Það lýtur einna helst út fyrir að eitthvað hafi klikkað í því að kenna þeim að koma úr kafi. Þann 8. janúar sl. kom kafbáturinn Newport News SSN 750 heldur ógætilega upp undir yfirborðið eða réttara sagt upp undir 300 þúsund tonna olíuskipið Mogamigawa. Voru skipin á siglingu í Hormuz sundi þegar atvikið átti sér stað og urðu talsverðar skemmdir á olíuskipinu þegar turn kafbátsins fór í gegnum botninn á tank- skipinu. Kafbáturinn var við eftirlit í sundinu en tankskipið á leið til Singapúr. Það var ekkert verið að bíða eftir sjóprófum heldur var skipherra kafbátsins umsvifalaust tekinn í land, lækkaður í tign og framundan bíða hans eflaust störf bak við skrifborð það sem eftir lifir þjónustu hans í sjóhernum. Flugmóðurskipið Invincible virðist vera dlvalinn hafnargarður. Hafnargarður Það eru heldur betur stór áform sem fiskimenn í Brixham í Devon á vesturströnd Englands hafa. Þeir hafa óskað eftir því að fá flugmóðurskipið Invincible keypt og ætla að sökkva því til að mynda hafnargarð og verja þar með höfnina hjá sér. Bygging hafnargarðs hefur verið metinn á um 20 milljón pund en brotajárnsverð fyrir Invincible er aðeins um hálf milljón punda. Hugmyndin er alls ekki svo galin þegar horft er á þá kosti sem skipið gefur til viðbótar því að verja höfnina. Þetta 20 þúsund tonna flugmóðurskip væri til viðbótar nýtanlegt sem bílastæði við höfnina þar sem flugskýlin stæðu upp fyrir sjólínu. Þá hafa þeir í hyggju að nota flugþilfarið til að koma upp sjóminjamið- stöð. Invincible var lagt árið 2005 og eru nú helstu vangavelt- urnar þær hversu lengi megi búast við að skipið geti legið á hafsbotni sem hafnar- og varnargarður. Dýrt skip Samkvæmt upplýsingum frá samtökum skipasmiðja í Suður Kóreu var dýrasta skip sem smíðað var á síðasta ári háþróað borskip sem fjármagnað var af sænskum fjárfestum og kost- aði það litlar 630 milljónir dollara. Skipið sem er 228 metra langt var smíðað hjá Samsung Heavy Industries sem jafnframt er að smíða fjögur næst dýrustu skipin sem einnig eru borskip og er kostnaðurinn við þau á bilinu 550 til 590 milljón doll- ara. Sjötta dýrasta skipið sem þar í landi var smíðað á árinu er LNG gasskip sem sama skipasmíðastöð byggði fyrir fyrirtæki í Quatar. Kostaði það einungis 284 milljónir dollara. Þessi skipasmíðastöð hefði ekki tekið eftir því þótt nýja Grímseyjarferjan hefði verið sett inn í smíðaverkið og sá kostn- aður hefði bara týnst í reikningasúpunni þeirra. Varðveitta skip Nú eru bundnar miklar vonir við að takast megi að varðveita enn eilt Liberty skip. Bandaríska þingið samþykkti heimild, fyrr á þessu ári, þess efnis að ánafna skipinu Arthur M Huddell til ríkisstjórnar Grikklands. Fyrirhugað er að fara með skip- ið til Piraeus þar sem gera á fljótandi safn um kaupskipasögu þjóðarinnar og áhrif þau sem siglingar hafa haft á hana. Þá er litið á þessa heimild sem tákn um þau góðu samskipii og vin- áttu sent ríkir á milli ríkisstjórna Grikklands og Bandaríkjanna. Arthur M Huddell var smíðaður hjá St. John’s River árið 1943 en ári síðar var skipinu breytt til lagningu olíuleiðslna yfir Ermarsund í tengslum við D daginn. Var skipinu lagt í Suisun Bay árið 1946 og eftir 10 ára legu var skipið tekið í notkun sem kapalskip. Var því endanlega Iagt árið 1984. Nýir markaðir Stærsta skemmtiskipaútgerð í heimi, Carnival crusie Linse, eru nú að gera sig klára til að storma inn á skemmtiskipa- markaðinn í Evrópu. Útgerðin sem upphaflega var nreð Karabískahafið sem meginmarkaðssvæði sitt hefur á síðustu árum verið að horfa meira til Evrópu. Á næsta ári munu þeir setja 113 þúsund tonna nýsmíði, Carnival Splendor, í siglingar um Miðjarðarhaf með Evrópu sem aðalbækistöð. Mega þvi skemmtiskipaútgerðir sem hingað lil hafa hafl það rólegt og gott í Miðjarðarhafinu búa sig undir harðnandi samkeppni um farþega. Duglegir Iöggæslumenn Sem aldrei fyrr hefur bandaríska strandgæslan lagt hald á gíf- urlegt magn af eiturlyfjum á aðeins tveimur mánuðum. Það var áhöfn strandgæsluskipsins Sherman sem í þremur eftirlits- ferðum um borð í skip fundu tæp 19 tonn af kókaíni sem talið er vera að verðmæti um 500 milljónir dollara. Það var 19. febrúar sem Sherman kom að ekvadorianska fiskiskipinu Don Juan K undan Kyrrahafsströnd Mexíkó þar sem áhöfnin var að umskipa kókaíni í litla hraðbáta. Þegar áhöfn fiskiskipsins varð strandgæsluskipsins vör kveikti hún í skipinu og reynda að komast undan í hraðbátunum. Tókst áhöfn Sherman að stöðva hraðbátana og handtaka áhafnarmeðlimina, 14 talsins. Don Juan K sökk í kjölfarið en áður tókst strandgæslumönnunum að ná alls 400 kílóum af kókatni bæði frá hinu brennandi skipi og eins úr hraðbátunum. Það var svo rétt mánuði síðar, eða þann 18. mars, sem Sherman áhöfninni tókst að leggja hald á meira kókaín. Það sem meira var að það magn sem þá náðist mun vera heimsmet í eiturlyfjafundi um borð í einu skipi. Það var Panamaskipið Gatun, sem er um 100 metra flutningaskip, sem var þá slöðvað í Kyrrahafi og fundust 765 ballar af kókaíni i tveimur gámum sem samtals vógu unt 17,5 tonn. Var farið með skipið til hafnar i Panama þar sem 14 manna áhöfn þess bíður nú ákæra. Þriðja skipið sem var hraðskreitt skemmtiskip var siðan stöðvað viku síðar en það var án þjóðernis. Þar fundust um borð 900 kg til viðbótar því sem áður hafði verið lagt hald á. Mörg skip heimsótt Hafnarríkiseftirlilsmenn eru oftar en ekki meðal óvinsælustu gesta sem koma um borð í kaupskip. Ekki nóg með að þeir taka mikinn tíma frá uppteknum áhöfnum heldur einnig að þeir finna því miður oft eitthvað alhugavert um borð. Allt er 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.