Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 11
NÁTTÚRUFR. 89 ar hún úr rotinu, og liggur þá við sjálft að hún brjóti allt og eyðileggi. Og svo er hún svo lífseig, að hún þolir að vera sól- arhring eða meira á þurru landi, án þess að bíða bana af. Þenn- an eiginleika hafa veiðimenn líka fært sér í nyt, til þess að komast með styrjuna lifandi á markaðinn, því' oft er hún bund- in lifandi við skipið, en stundum slítur hún þá bandið eða losn- ar sig á annan hátt, enda hefir einu sinni fengist styrja með reipi um ,,hálsinn“, og komið hefir fyrir að hlotist hafa slis af að hafa styrju í ,,slefi“. Víða í heiminum hefir styrja verið veidd að miklum mun, einkum neðst í ánum, nálægt ósunum, en einnig á grunnsævi, nálægt ánum. Hún hefir slæðst í ýms veiðarfæri, eins og t. d. dragnót, þegar veitt hefir verið eftir öðrum fiski, en víða hafa verið 'notuð sérstök styrjunet, sem einnig hafa veitt stóran lax, seli og hnísur. Styrjan og nánustu ættingjar hennar, eru á margan hátt til mikilla nytsemda. Úr hrognunum er búinn til hrognaostur (kaviar), en til þess er bezt að nota tæplega þroskuð hrogn. Styrjukjötið (fiskurinn) þykir nokkuð stórgert, en er þó mikið notað, og þykir bezti matur, einkum reykt. Úr sundmaganum er unnið „húsblas“ (þýzka Hausenblasen, sem þýðir sundmag- inn úr hausen, sem er styrjutegund) og lím. í hryggnum á styrjunni er strengur, chorda dorsalis, úr einskonar brjóski, og er hann borðaður eða notaður í kjötsúpu víða um lönd. Styrjan er einn af þeim fiskum, sem villast hingað örsjald- an, enda hefir hennar einungis orðið vart þrisvar svo sögur fari af. Yfirleitt er hún nú alls staðar orðin miklu sjaldgæfari en áður var, og hefir mikið verið reynt að klekja eggjunum, og halda stofninum við eða auka hann á þann hátt. En merkilegust er þó styrjan fyrir fornsögu sína. Hún er af ættum elztu fiska jarðarinnar, því ættingjar hennar, gljáfisk- arnir, hafa einu sinni verið voldugt ríki meðal fiskanna, löngu áður en beinfiskarnir komu til sögunnar. Þegar stórveldi gljá- fiskanna rann upp, þá var enginn þorskur, engin síld, engir flatfiskar, né yfirleitt nokkrir beinfiskar í sjó eða vötnum, en háfiskarnir voru einherjar djúpanna, reyndar aðrar teg- undir en þær, sem nú eru. Auk háfa og gljáfiska var nokkuð af ýmsum æði upprunalegum og einkennilegum fiskum, sem nú eru liðnir undir lok fyrir löngu, en steingerfingarnir af líkum þeirra finnast djúpt í jarðlögum, sem vitnisburður um það, sem var.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.