Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 15
NÁTTÚRUFH. 93 sprungufyllingum eða g ö n g u m. Eru margar gull- og sílfur- námur erlendis tengdar við slíka g a n g a. Þannig er silfrið í Kongsbergi í Noregi að finna í kalkspatgöngum. En gull er helzt að finna erlendis í kvartsgöngum. Áður en vér komum að námunni, hafði Björn Kristjáns- son látið höggva eða sprengja 2—3 m. djúpa gröf ofan í berg- ið, þar sem aðalgangarnir voru. Gátum við því valið sýnishorn af ganggrjótinu á yfirborði og allt að 3 m. djúpt niðri. Völdum við Trausti all-mörg sýnishorn frá mismunandi stöðum. Rann- sakaði hann 5 þeirra á Efnarannsóknastofunni, og reyndi, hve mikið af gulli fælist í' þeim. Læt eg hér fylgja rannsókna- skýrslu hans. — Reykjavlk, 10.—8.—1929. Hvérfisgötu 44. I júlímánuði 1929 hefir Efnarannsóknastofa ríkisins rannsakaS 5 sýn- ishorn af kvartsblönduðum kalkátéini úr Esju, og réynt, hvort í þeini fælist gull. Undirritaður hefir sjálfur tekið sýnisliornin á fundarstaðnum. Sýnishorn A 1 Ur gangi. Tekið ca. 3 m. undir yfirborði. -—— A 2 Frá sama stað .(auðugra af kvartsi). ---- B Tekið af handahófi úr steinhrúgu, er var leifar frá gömlu kalknámi. ---- C Ur g.angi. Tekið í yfirborði. ---- D Úr gangi. Tekið í yfirborði. Hvert sýnishorn vóg 1—1,5 kg. 100 gr. af þessum sýnishornum voru möluð smátt og þynnt saitsýra látin verka iá þau, þangað til allt kolsúrt kalk var uppleyst. Leifarnar, sem vógu 34—64 gr., voru bræddar á vaualegau hátt í deigluofni. Silfurblönduðu gullkornin voru soðin í saltpéturssýru eftir að blýið hafði verið skilið úr þeim. Léttust þá kornin um allt að 60% af þyngd sinni. Því næst voru kornin brædd saman við silfur, er vóg 2,5 sinnum meira en þau sjálf, og síðan í 10 mínútur látin liggja í saltpéturssýru (II N 03), er hafði eðlisþyngd 1,2. Því næst aftur í saltpéturssýru með eðlisþyngd 1,3. Gull, fundið í sýnishornunum: í Al: sem svarar 10 gr. í smálest (ton). I A 2: sem svarar 19 gr. í smálest. f B: sem svarar 8 gr. í smálest. í C: sem svarar ea. 3 gr. í smálest. í D: aðeins vottur. í maí 1928 rannsakaði eg sýnishorn, tekið á sama stað og sýnishorn A og A 1. í því reyndist vena sem svaraði 13 gr. af gulli í smálest. Rannsóknastofan Reykjavík Trimsti Ólafsson. Það má telja nokkurnveginn víst, að gullið í þessum sýnis- hornum hafi verið í sambandi við brennisteininn; enda er algengt

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.