Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 18
ðé NÁTTURTÍE'rt. bjóða. En skynjun vor er mjög takmörkuð, og við sjáum pða heyr- um aðeins þann blettinn, sem næstur er. Jörðin er nú einu sinni bú- staður okkar mannanna, á henni fæðumst við lifum og deyjum, hún er athvarf okkar í gleði og sorg, og miðstöð hugsana vorra og tilfinninga. En fyrir utan jörðina, í hinu mikla djúpi him- ingeymsins, svífur aragrúi annarra hnatta, annarra sólkerfa, okkar litla sólkerfi er einungis óendanlega lítill depill í hafi rúmsins, svo lítill að við skynjum hvorki fjarlægð né tölu hinna sólkerfanna, til þess erum við of litlir. En auk stjörnuheimsins, sem liggur fyrir ofan skynjunarsvið vort, ef svo má segja, er til heimur af fyrirbrigðum, sem liggur íyrir neðan þann litla blett í rúminu, sem við erum bundnir andlega og líkamlega, og þessi heimur er vegna smæðar sinnar og fjölbreytni jafnfjar- lægur hversdagslífi voru eins og stjörnuheimurinn. Mannsandinn hefir unnið feiknamikil lönd, síðan hamingj- an léði honum sjónaukana, sem vopn í hönd. Stjörnusjónauk- inn hefir léð okkur risaaugu, til þess að ráða þær einföldustu af ráðgátum stjörnuheimsins, en smásjáin hefir gætt okkur dvergssýn, til þess að skygnast inn í leyndardóma vatnsdrop- ans. Og hvílík margbreytni mætir ekki auganu í vatnsdropan- um? Þar eru dýr og jurtir, sem borið hafa fána lífsins fram til sigurs, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld, engu síður en sá lífræni heimur, sem hefir áhrif á sjónir vorar. Við skulum nú láta hugann dvelja stutta stund við einn af þeim smádýrafiokk- um sem við sjáum í vatnsdropanum undir smásjánni, við skul- um virða hið svonefnda skolpdýr fyrir okkur. Skolpdýrin (infusoria eða cihata) eru einsellungar, því allur líkami þeirra er gerður úr einni sellu, en ekki úr miljón- um sella, eins og líkami okkar mannanna. Einmitt hjá þeim, finnum við dæmi upp á hve margbrotin ein einasta sella getur verið, hve vel hún getur leyst af hendi mörg sundurleyt störf, og fullnægt öllum þeim kröfum, sem lífið gerir til einstaklings- ins, hvort sem hann er smár eða stór. Að skolpdýrið er dýr en ekki jurt, má sjá á því, að það hefir hvorki grænukorn né önn- ur efni, sem geta gert því fært að vinna lífræn efni úr ólífræn- um, það getur hreyft sig úr stað, og það hefir munn. Skolpdýrin eru, að minnsta kosti mörg þeirra, einhver hinna stærstu á meðal frumdýranna (svo nefnast allir þeir ein- sellungar, sem teljast til dýraríkisins), sum þeirra eru sýnileg með berum augum, en flest eru miklu minni. Þau lifa einkum í fúlu vatni, eða pollum, þar sem rotnun fer fram, mörg þeirra

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.