Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGÍJÍUNN 1931 lifa þó í hreinu vatni, vanalega á botninum, oft föst við hann, sum svífa um í sjávardjúpinu, sum hanga föst á húð fiskanna, og loks eru nokkur, er lifa sem sníkjudýr í pörmum dýra og manna. Að lögun eru skolpdýrin mjög mismunandi, sum eru af- löng og nokkurnvegin sívöl, önnur eru meira eða minna flöt, nokkur eru eins og tregt í laginu, o. s. frv. Utan um líkamann er fastur hjúpur, svo skolpdýrunum er þess varnað að skjóta út öngum, og færa sig þannig úr stað, eins og títt er um mörg frumdýr, t. d. teygjudýrin. Samt sem áður geta þau þó breytt l.niynd. I mörgum skolp- 2. mynd. Tvö skolpdýr hafa nálgast dýrum eru aðeins tveir hvort annað, skinæxlun fer að byrja. kjarnar, nefnilega stór- kjarninn (hringur, neðst), og einungis einn smá- kjarni (depill, efst). nokkuð lögun, þau geta teygt úr sér eða kreppt sig saman, eftir því sem verkast vill. Þessi hjúpur er mjög fíngerður, en um leið sterkur, og skrýddur allskonar undrafínum strikum og skorum. Hjúpurinn er ekki myndaður úr kisil eða kalki, eins og vani er til um brynjur þær, sem flestir aðrir einsellungar hafa sér til varnar, heldur er hann aðeins ysti hlutinn af sellunni, sem er orðinn þykkur og harður (pellicula), og genginn í þjón- ustu varnarinnar. Hjúpurinn er nú þannig gerður, að uppleyst efni, sem ef til vill gætu orðið dýrinu að næringu, geta mjög illa síast í gegnum hann, og þess vegna er á honum gat á einum stað, þar sem fæðan kemst inn í selluna, munnurinn (cytostomum). Hjá cumum skolpdýrum berast leyfar fæðunnar aftur út uin munn- inn, þegar líkaminn hefir hagnýtt sér allt, sem honum gat orð- 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.