Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 21
NÁTTÚRUE'R. 99 ar raðir af slíkum broddum, eða þeir eru vaxnir saman í band, sem er á sífeldri hreyfingu (nembrana undulans). Við hreyf- ingar bifháranna og bandanna, berst skolpdýrið með allmikl- um hraða gegnum vatnið, með munninn síopinn, til þess að taka á móti öllu ætilegu. Kringum munninn er vanalega hringur af bifhárum, sem eru á einlægri hreyfingu, en við það myndast straumur, er þyrlar smáverunum, sem hárin ná til, inn í munn- inn. Fæða skolpdýranna er allt, sem tönn á festir, bekteríur, kistilþörungar, sundþörungar, minni skolpdýr og margt ann- 5. mynd. Smákjarninn, sem eftir varð, 6. mynd. Dýrin hafa býttaö smákjörn- hefur skift sér i tvo nýja smákjarna. um. Annar smákjarninn úr dýrinu til hægri er kominn yfir í dýrið til vinstri handar o. s. frv. að. Mörg skolpdýr láta sér nægja að taka á móti þeirri björg, sem bifhárakransinn kringum munninn aflar þeim, en önnur eru gráðug rándýr, sem grípa fæðuna með einskonar tönnum og mylja hana, en þá tekur plasmað inni í sellunni við, og hagnýt- ir dýrinu allt það, sem að gagni má verða. Hvað snertir gerð líkamans, þá er þess áður getið að all- ur líkaminn er ein einasta sella. I þessari sellu er lífslímið, eða plasmað, sem er meira eða minna seigur vökvi, með smá- um kornum á víð og dreyf. í plasmanu er ein, eða stundum fleiri dálitlar holur, sem eru fullar af vökva, sem er á sífeldri hreyfingu, vegna þess að veggir holunnar ýmist dragast sam- an eða þenjast út, alveg eins og hjarta æðri dýranna. Vökvinn í holunni er efni, sem síast úr plasmanu út í holuna, en úr henni fer það aftur við samdrátt veggjanna út úr líkamanum. Þessi vökvi er nokkurskonar þvag, og gera því holurnar sama 7*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.