Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 29
NÁTTÚliUFH.
107
inn eða með jurtum, sem þær lifa í samlífi við, eins og áður var
lýst. í báður tilfellum er varast að setja auðleysanleg köfnunar-
efnissambönd í jarðveginn, svo að bakteríurnar hafi ekki aðra
úrkosti en að vinna köfnunarefnið úr loftinu. Aftur á móti verð-
ur að sjá þeim fyrir nægum auðleysanlegum kolefnissambönd-
um og lofti.
Eins og við er að búast, verða þær jurtir, sem lifa í samlífi
við köfnunarefnisbindandi bakteríur, ríkari af köfnunarefnis-
samböndum en aðrar jurtir, og eru þær því oft ágætar fóður-
jurtir. Fræin af baunagrasinu eru t. d. notuð til manneldis og
þykja mjög næi’ingarmikil.
Margar tegundir af leguminosum eru ræktaðar handa
skepnum og þykja þær ágætt fóður. Sá er þetta ritar kom með
fræ af einni slíkri fóðurjurt frá Þýskalandi síðastliðið vor og
var því sáð í Reykjavík ásamt tilheyrandi bakteríum. Var þá
orðið nokkuð áliðið, eitthvað miður júní, og ekki völ á hent-
ugum jarðvegi, en þrátt fyrir það voru plönturnar komnar upp
eftir þrjár vikur og eru nú orðnar furðu hávaxnar. Nákvæma
skýrslu yfir þessar tilraunir er ekki hægt að gefa fyr en gerð
liefir verið ítarleg rannsókn á plöntum þessum og jarðvegi þeim,
er sáð var í, en því mun verða lokið fyrri hluta komandi vetrar.
Sennilega eru einhverjar tegundir af köfnunarefnisbind-
andi bakteríum í hérlendum jarðvegi, sem með bættum skil-
yrðum gætu starfað miklu meira en þær gera nú. Stendur og
til að rannsaka þetta mjög bráðlega. Einnig er sjálfsagt að flytja
inn samskonar bakteríur frá öðrum norðlægum löndum, því
að bakteríustofnar, sem hafa verið ræktaðir í fleiri ár í þess-
um tilgangi eru miklu afkastameiri en þeir, sem ekki hefir
verið neinn sómi sýndur. Það er með bakteríurnar eins og búpen-
inginn, að með úrvali og langri ræktun er hægt að auka vissa
eiginleika þeirra, nema hvað þetta gengur miklu fljótara með
bakteríurnar, því að þeim fjölgar margfalt örar.
Af fóðurjurtum, sem tilheyra ertublómaættinni, höfum við
t. d. smárann. Hann þykir ágætur til fóðurs, og er því ekki
ósennilegt að hann hafi þegar tekið bakteríurnar í þjónustu
sína. Vafalaust má líka flytja inn erlendar leguminosur.
Það er mjög þýðingarmikið fyrir íslenzkan landbúnað,
hvort hægt verður að hagnýta hér þessa tegund köfnunarefnis-
vinslu, því að hér vantar tilfinnanlega áburð, en köfnunarefn-
isáburður er miklu dýrari en annar áburður. Verður því ekki