Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 30
108 NÁTTÚRUFR. svarað að fullu fyr en gerðar hafa verið miklu víðtækari til- raunir, en þær er nú þegar farið að undirbúa. Sigurður H. Pétursson. Nefdýrín. Nefdýrin eru lítill flokkur af spendýrum, og sá ættbálk- ur spendýranna, sem í öllu stendur hinum lægra, og er frum- legastur. Sérstaklega er það athugavert, að nefdýrin verpa eggjum, því að það gera engin önnur spendýr. Öll hin spen- dýrin mynda, eins og kunnugt er, fóstur, þ. e. eggin þróast og verða að fóstri í lífi móðurinnar, og fæðir hún því lifandi unga. Mjónefur. Egg spendýranna eru því vanalega smá, en nefdýraeggin eru hlutfallslega mjög stór, eða um tvo sm. á lengd, og einn að þvermáli. í eggjum spendýranna er oftast mjög lítil forðanær- ing, svo eggið skiftist allt í sellur, klofnar allt, eins og það er nefnt, en í nefdýrsegginu er all-mikil forðanæring, svo að það klofnar að eins í annan endann, eins og egg íugla og skrið- dýra. Utan um eggið er leðurkennd skurn. Annað einkenni á nefdýrunum er, að líkamshitinn er mun minni en hjá öðrum spendýrum, eða um 30 C ef lofthitinn er 15 gr., en annars breytist hitinn nokkuð eftir umhverfinu, og getur komist nið- ur í 25 gr. þegar lofthitinn nálgast 0. Á veturna legst mjónef- urinn eða maurigullinn í dvala, og líkamshitinn er þá hér um

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.