Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 31
NÁTTÚRUPR. 109 bil jafn hitastigi umhverfisins. Annars er líkamshiti flestra spendýra 38—39 gr. C. Flest þau sérkenni, sem aðgreina nefdýrin frá hinum spen- dýrunum, eru sameiginleg nefdýrum og skriðdýrum. Þannig, að þau verpa eggjum (það gera þó ekki nærri öll skriðdýr), klofn- un eggsins, hinn lági líkamshiti þegar þau liggja í dvala, og margt annað. Ennfremur líkjast nefdýrin skriðdýrunum í þessu: Þau hafa rif á hálsliðunum, þau hafa krummanefsbein, kuðung- urinn í eyranu er lítið boginn, í augnahimnunni er brjósk, það er einungis eitt sameiginlegt op á afturenda dýrsins fyrir bæði þvagfæri og meltingarfæri (gotrauf, af þessu einkenni hefir Breiðnefur. nefdýrabálkurinn fengið nafn sitt á vísindamálinu: monotre- mata), spenar eru engir. Þrátt fyrir að nefdýrin líkjast í þessu tilliti mjög skriðdýr- unum, þá má þó sjá það á mörgu, að þau eru spendýr en ekki skriðdýr, meðal annars á því, að þau eru hærð, og hafa fitu- kirtla og svitakirtla í húðinni. Eins og áður er drepið á, eru nefdýrin upprunalegust allra spendýra, og öll gerð þeirra bendir ótvírætt á, að skriðdýrin eru forfeður þeirra, og þar með spendýranna yfirleitt. Nef- dýrin eru talin afkomendur hinna frumlegustu og fyrstu spen- dýra á jörðunni, þau nefndust allotheria, og lifðu meðal ann- ars í Evrópu á miðöld jarðar. Leyfar af þeim hafa einnig fund- izt í Ameríku og Afríku. Af nefdýrum eru nú til tvær ættir, mjónefsættin og breið- nefsættin, og eru báðar einungis í Ástralíu, hvergi annars stað-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.