Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 8
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Daugaard-Jensens-skriðjökli, sem gengur þar niður í fjarðarbotn- inn og er sá skriðjökull, sem mest framleiðir af borgarís af öllum skriðjöklum Grænlands. Firðina sjálfa leggur þar að auki á vetrum og eru Jreir ísi Jjaktir meiri hluta ársins. ísinn tekur fyrst að myndast innst inni í fjörð- unum og smám saman leggur svo firðina alla út undir mynni þeirra, þar sem fjarðaísinn mætir hafísnum, sem hefur borizt með sjávarstraumum norðan úr íshafinu, þannig að allt verð- ur ein samfelld ísbreiða frá Ijarðarbotnum og 2—300 km út á haf. Þykkt fjarðaíssins við Ellueyju hefir verið mæld mest 1.36 m, og þar eru samfelld ísaþök frá nóvemberbyrjun fram í maí- byrjun. ísinn tekur fyrst að leysa inni í botnum fjarðanna á vor- in og smám saman l>rotnar liann svo upp út eftir þeim, og upp úr miðjum júlí er fjarðaísinn að mestu horfinn og hafísinn liefur þokast frá ströndinni, Jjó eru fjarðarkjaftarnir stöku sinnum lagð- ir fram í ágústbyrjun. T venjulegu árferði fer ísrekið að færast upp að ströndinni aftur seinni hluta ágústmánaðar og er kom- ið inn í fjarðarmynnin um mánaðarmótin ágúst—september. Þeg- ar bezt lætur er strönd Norðaustur-Grænlands Jrví ekki íslaus nema 5—6 vikur á ári. Loftslag á Norðaustur-Grænlandi er háarktískt. Veðurathuganir hafa verið gerðar reglulega um rúmlega 30 ára skeið á Tobin- liöfða norðan við mynni Scoresbysunds, eða á ca. 70° 15' n. br. og í Myggbukta á ca. 73° 30' n. br., en inni í íjörðunum hafa reglulegar veðurathuganir ekki verið gerðar, nema hitastigsathug- anir á Ellueyju og þá aðeins um 12 ára skeið. Samkvæmt upplýs- ingum frá dönsku veðurstofunni (Det Danske Meteorologiske Institut) er meðalhiti ársins -j- 8.0° C á Tobinhöfða en -=- 10.5° C í Myggbukta. Á Ellueyju er meðalhiti ársins -j- 7.7° C (Lauge Koch, 1957). Á öllum þessum þremur stöðum er febrúar kaldasti mánuð- ur ársins, en meðalhiti hans er -f- 18.7° C á Tobinhöfða, -^-21.4° C í Myggbukta og 20.4° C á Ellueyju. Meðalhiti tveggja heitustu mánaða ársins, júlí og ágúst, er aftur á móti langhæstur á Ellueyju, eða 8.4° C, en 3.9° C á Tobinhöfða og 3.4° C í Myggbukta. Til samanburðar má geta þess, að meðalhiti þessara tveggja sömu, hlýjustu sumarmánaða var 7.3° C í Grímsey á árabilinu 1901 — 1930 og 7.6° C í Papey á sama árabili (Jón Eyþórsson, 1950). Úrkomumælingar sýna, að meðalársúrkoma er 78 mm í Mygg-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.