Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 yxi þar víða, og miklu ódýrara yrði að safna fræi af henni í Skafta- fellssýslum (Lovsamling for Island, 1850). Aðrir hinna eldri höf- unda liafa ef til vill gert sér grein fyrir, að Psamma arenaria óx ekki á íslandi, a. m. k. tala þeir einungis um Elymus arenarius eins og þeir gerðu Sveinn Pálsson (1791 — 1797 [1945]), Hooker (1813) og Gliemann (1824). Um 1880 hefur öllum verið orðið ljóst, að Psamma arenaria átti ekki lieima í íslenzkum flórulistum. Grönlund (1882) ræddi þetta fyrirbrigði og komst að þeirri niðurstöðu, að eldri höfundar hefðu ruglað saman þessum tveim tegundum, þegar þeir áttu eingöngu við Elymus arenarius L. Psamma arenaria, sem nú kallast Ammo- phila arenaria (L.) Link og líkist reyndar melgrasi fljótt á litið, er algeng á Færeyjum, Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, en hefur ekki fundizt á íslandi nema skamma stund eftir hverja út- plöntun í tilraunaskyni (Warming, 1888; Kristmundsson, 1958). Eftir að ljóst var orðið að Psamma (Ammopliila) óx ekki á ís- landi og þar til í kring um 1950 var Elymus arenarius álitin vera eina tegundin, sem gekk undir nafninu melur eða melgras hér á landi. En þá birti Áskell Löve árangur rannsókna sinna á íslenzku melgrasi. Virtust honum eintök, sem hann hafði safnað af melgrasi víðsvegar um landið, jafnt á láglendi sem upp til fjalla, vera ólík sænsku melgresi, sem hann hafði til samanburðar, en bera öll útlits- einkenni Ameríku-Asíu tegundarinnar Elymus mollis Trin. Auk þess hafði hann ákvarðað krómosomfjöldann 2n = 28 í öllum ein- tökum sínum, en sú tala einkennir einnig Elymus mollis. Hins veg- ar er krómosomtala E. arenarius tvisvar sinnum hærri, eða 2n = 56. Árið eftir fann Áskell þó einnig E. arenarius í fórum sínum og telur þá báðar tegundirnar algengar á íslandi. Þessar tvær tegundir af Elymus eru nauðalíkar og enda þótt benda megi á nokkur einkenni, sem oftast aðskilja tegundirnar, þá getur ekkert þeirra talizt einhlítt, því að sömu einkenni má finna á sum- um einstaklingum beggja tegunda. Þetta gerði það að verkum, að um langt skeið var ameríski melurinn einungis talinn undirtegund eða afbrigði af E. arenarius. Nú er ameríski melurinn yfirleitt tal- in sérstök tegund, Elymus mollis, eins og fyrr var getið, og aðgrein- ing tegundanna er nú byggð á útlitseinkennum, krómosomfjölda og landfræðilegri útbreiðslu. Helzta útlitseinkenni, sem notað er erlendis til aðgreiningar teg-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.