Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 5
Náttúrujr. - 31. árgangur - 2. hefti - 49.-96. síða - Reykjavik, júni 1961
Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur
— Minningarorð -
Hver af öðrum deyja þeir fyrir aldur fram íslenzku vísindamenn-
irnir. Ýrnsar orsakir liggja til þessa og ein þeirra er án vafa ofvinna.
Að minnsta kosti er lítill vafi á því, að ofvinna hefur stytt að ein-
hverju leyti líf þeirra tveggja náttúrufræðinga, sem Menntaskólinn
í Reykjavík hefur orðið að sjá á bak með fárra ára millibili.
Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur, varð bráðkvaddur á heimili
sínu, að Sólvallagötu 22 í Reykjavík, mánudagskvöldið hinn 16.
janúar 1961. Banamein hans var hjartasjúkdómur, sem hann hafði
þjáðst af um nokkurra ára skeið. Hann unni sér aldrei þeirrar
hvíldar, sem hann hefði þurft vegna sjúkdóms þessa, en var sí-
vinnandi fram á síðasta ævidag.
Jóhannes fæddist 3. ágúst 1902 í Austari-Krókum, nyrsta bæ í
Fnjóskadal, og voru foreldrar hans Áskell Hannesson, bóndi, sem
síðar bjó á Skuggabjörgum í Dalsmynni, og kona hans Laufey Jó-
hannsdóttir, bónda á Skarði í Dalsmynni. Jóhannes innritaðist í I.
bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri 1918 og tók þar gagnfræðapróf
1920 (hljóp yfir II. bekk). Hann innritaðist í IV. bekk stærðfræði-
deildar Menntaskólans í Reykjavík 1922, tók stúdentspróf vorið
1925 og innritaðist veturinn eftir í Hafnarháskóla, þar sem hann
hugðist stunda nám í náttúrufræði, með jarðfræði sem sérgrein.
Jarðfræðin átti þá þegar huga hans allan, en námstilhögun við
Hafnarháskóla var þá enn með hálfgerðu miðaldasniði, án nokk-
urs frjálsræðis um val aukanámsgreina með aðalnámsgreininni.
Með núverandi tilhögun jarðfræðináms í Höfn hefði Jóhannes
vafalítið lokið þar mag. scient. prófi, en hann settist að heima 1931
án þess að hafa náð því stigi, enda fjárhagurinn þröngur. Á háskóla-
árunum vann liann að nokkru fyrir sér með skrifstofustörfum hjá
Jóni Sveinbjörnssyni, konungsritara. Hann hafði þó við heimkom-