Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 6
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN una aflað sér góðrar undirstöðumenntunar bæði í grasafræði, dýra- fræði og jarðfræði. í sumarleyfum sínum hafði hann unnið að jarðfræðirannsóknum hér heima. M. a. ferðaðist hann um Ódáða- hraun sumarið 1937, ásamt þýzkum fræðimönnum, W. Lamprecht og Dr. E. Sorge, og kleif í þeirri ferð Herðubreið h. 22. júlí, ásamt Sorge, en það fjall var klifið í fyrsta sinn af þýzka eldfjallafræðingn- um Hans Reck og fylgdarmanni hans, Sigurði Sumarliðasyni, h. 13. ágúst 1908. Var Jóhannes annar íslendingurinn, sem kleif Herðu- breið. Sumarið 1929 mældi hann hvarfleirssnið austur í Hreppum, á svipuðum stað og Svíinn H. Wadell hafði mælt hvörf 10 árum áður, og á nálægum svæðum. Mælingar Jóhannesar vöktu mikla at- hygli á sínurn tíma, því þær þóttu renna stoðum undir þá skoðun sænska jarðfræðingsins fræga, Gerard De Geers, að s. k. firðteng- ingar (telekonnektioner) hvarfleirssniða milli fjarlægra landa væru mögulegar. Eftir heimkomuna 1931 hlóðust brátt á Jóhannes umfangsmikil kennslustörf í náttúrufræði, svo umfangsmikil, að enginn hefur hér nokkru sinni kennt jafnmargar stundir á viku í þeirri fræði- grein. Hann var stundakennari við Kennaraskólann 1931—32 og aukakennari þar frá 1934 til dauðadags. Stundakennari við Gagn- fræðaskólann í Reykjavík 1932—34, við Kvennaskólann 1934—44, og kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1932 til dauðadags, en yfirkennari þar frá 1950. Hann rækti kennslustarf sitt af stakri al- úð, skyldurækni og samvizkusemi, löngum við erfiðar aðstæður um kennslu, því það er kunnara en frá þurfi að greina, hve illa er búið að náttúrufræðikennslunni við skóla hérlendis. Það þarf miklu meira en meðal manns atorku og starfsþrek til að annast jafnumfangsmikla kennslu í þrjá áratugi, en þó var þetta aðeins annar þátturinn í ævi- starfi Jóhannesar. Hinn þátturinn, engu þýðingarminni, og sá sem lengur mun halda nafni hans á lofti, var vísindastarf hans, en í jarð- fræðirannsóknir fóru nær öll hans sumarleyfi og þær fáu frístundir aðrar, sem hann átti frá kennslu. Sú sérgrein jarðfræðinnar, sem ltann hafði sérmenntað sig í, og sem hann sinnti löngum mest, var steingervingafræðin, og rannsakaði hann jöfnum höndum dýrastein- gervinga (skeljalög) og plöntusteingervinga. Framan af árum rann- sakaði hann einkum steingervingalög frá Kvartertímanum og Plíó- cen, svo og „subfossil“ skeljalög, og fetaði því einkum í fótspor Helga Péturss og Guðmundar G. Bárðarsonar. Ber einkum að geta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.