Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
61
gráðu frosti. 78 gráðu liita þoldu þau
lengi, án þess að verða meint af.
Þ r á ð o r m a r (Nematoda). Næst ein-
frumungum eru þráðormar (4. mynd)
lang algengust jarðvegsdýrin. í hentugum
jarðvegstegundum getur tala þeirra verið
milli 1000 og 10.000 í hverjum rúmsenti-
meter. Þráðormar ýmissa tegunda lifa nær
alls staðar á yfirborði jarðar. Þráðorma-
fræðingurinn N. A. Cobb skrifaði 1927
eftirfarandi lýsingu á hinum margbreyti-
legu lifnaðarháttum þráðormanna: „Þráð-
ormar eru meðal algengustu lífvera —
svo algengir, að ef hægt væri að galdra
burtu allt annað efni í heiminum en þráð-
ormana og við gætum síðan sem efnislaus-
ir andar athugað þá, mundum við þekkja
aftur alla staði á jörðinni. Það mundi
nefnilega verða eftir í rúminu hol kúla
jafnstór jörðinni, sem samanstæði af þeim
þráðormum, sem lifa í jarðvegi, vötnum,
plöntum og dýrum. Við mundum þekkja
aftur stöðuvötn, ár og höf af þeim þráð-
ormategundum, sem þar lifa. Á sama hátt
mundum við geta þekkt mismunandi
jarðvegstegundir allt eftir því, hvaða
þráðormategundir við sæjum. Við mund-
um geta staðsett borgir og byggð ból eftir
þeim þráðormategundum, sem eru ein-
kennandi fyrir menn, skepnur og ræktað-
ar jurtir. Trén mundu standa í draugaleg-
um röðum eftir götunum sem þráðorma-
myndir gerðar af ormum þeim, sem
'd U8SU 1 berki þeirra.“ Þráðormarnir lifa
á margskonar fæðu. Sumir éta rotnandi
4. mynd. Þráðormur (Rhab-
ditis aberrans). Þetta er kven-
dýr og eru kynfærin sýnd á
myndinni. Lengd 1 mm.
Flestir þráðormar hafa svip-
aða lögun, en stærðarmis-
munur er mikill. Flestir eru
minni.
jurtir- og dýraleifar. Aðrir eru sníkjudýr
á ýmsum jurtategundum og geta gert mikið tjón (sjá Geir Gígja:
Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim). Enn aðrir eru