Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 leggja frá sér neðanjarðar. Hin mikla þýðing ánamaðkanna liggur í því, að þeir grafa sig gegnum jarðveginn, jafnvel þótt hann sé allþéttur. Sumar tegundir geta grafið sig allt að 2]/^ metra niður í jörðina, en aðrar halda sig mest hærra uppi. Með þessum greftri losa þeir um jarðveginn og blanda saman steinefnum og lífrænum efnum. Gröfturinn er mikilvægur vegna þess, að hann auðveldar rigningarvatni að síga gegnum jarðveginn og renna burt. Ennfrem- ur auðveldar liann loftinu að komast niður í jarðveginn, en það er nauðsynlegt fyrir allan þann aragrúa af smálífverum, sem lifir í jarðveginum. Að Iokum skapar liann rúm fyrir þessar lífverur að hreyfa sig í. A leið sinni gegnum meltingarfæri ormanna verða ýmsar efnabreytingar á hinum lífrænu efnum, sem þeir gleypa. Við efnabreytingar þessar myndast ýmis efni, sem eru mikilvæg fyrir næringarstarfsemi jurtanna. Sem dæmi þess, hvílíka þýðingu ánamaðkarnir eru álitnir hafa fyrir frjósemi gróðurmoldar, vitna ég hér í skýrslu nefndar, er at- hugaði afleiðingar flóðs í Missisippi árið 1937. Þar stendur meðal annars, að: „ . . . hið mesta tjón, sem mikið og langvarandi flóð yfir frjósamt land getur valdið, er útrýming ánamaðkanna, því þar með er frjósemi landsins eyðilögð um langa hríð“. Ellefu tegundir ána- maðka eru þekktar á íslandi. Bjarnardýr (Tardigrada). Dýr þessi eru mjög lítil og staða þeirra í dýraríkinu og skyldleiki við önnur dýr vafasöm (5 mynd). Þau eru sérstaklega algeng í mosaþúfum og þúfum hnoðra (Sedum) og steinbrjóta (Saxifraga). Við þurrk og kulda mynda þau skeljar 5. mynd. Bjarnardýr (Echiniscus quadrispinosus). Lengd 0,2 mm.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.