Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 20
64 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um sig og þola þá svipuð óþægindi og sum hjóldýr og þráðormar (sjá þar). Þau lifa ýmist á lífrænum úrgangsefnum eða lifandi smá- dýrum, svo sem hjóldýrum og þráðormum. Stundum stinga þau gat á frumur mosaplantna og sjúga úr þeirn frymið. 18 tegundir bjarnardýra eru þekktar á íslandi. Krabbadýr (Crustacea). Krabbadýrin eru, sem flestum mun kunnugt, aðallega sjávar- og vatnadýr. Nokkrar tegundir lifa þó á landi og geta liaft nokkra þýðingu við myndun jarðvegs. Meðal lægri krabbadýra má nefna nokkra frændur rauðátunnar af ætt- inni Harpacticidae, sem hafast við í röku laufi. Mergð af þangflóm (Amphipoda) lifir í rotnandi þangi á fjörum og stuðlar að umbreyt- ingu þess í jarðveg. Af flokknum Isopoda má nefna grápöddurnar (Oniscidae), sem stuðla talsvert að myndun jarðvegs úr föllnu laufi og viðarbútum. Köngulóardýr eða áttfætlur (Araclinoidea). Til köngulóardýra teljast meðal annars sporðdrekar (Scorpiones), mosa- sporðdrekar (Pseudoscorpiones), langfætlur (Opiliones) og köngu- lær (Araneae). Öll nema sporð- drekarnir eru til á íslandi og mörg þeirra eru oft í jarðvegi, en liafa þó ekki neina þýðingu fyrir myndun hans, þar sem flest þeirra eru rándýr, er lifa á öðrum jarðvegsdýrum. Fimmti flokkur köngulóar- dýra eru maurarnir (Acarina), og eru þeir algengustu jarð- vegsdýr meðal liðdýra (Arthro- poda), bæði hvað tegunda- og einstaklingafjölda snertir. Teg- undafjöldinn er gífurlegur, en margir mauraflokkar eru enn- þá lítið þekktir. Lifnaðarhætt- irnir eru einnig mjög margvís- legir. Sumir eru rándýr, aðr- ir sníkjudýr, sumir allbættulegir fyrir bæði dýr og jurtir. Margir lifa á plöntu- og dýraleifum. Brynjumaurarnir (Oribatei) eru meðal algengustu jarðvegsdýra, og eru margar tegundir þeirra algengar 6. mynd. Brynjumaur (Oppia quadricari- nata). Lengd 0,3 mm.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.