Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 65 hér á landi (6. mynd). Þeir eru oftast dökkir á lit og klæddir þykkri skel (brynju). Vegna þess, hversu tegundamargir og algengir maur- arnir eru í öllurn jarðvegi, hafa þeir vafalaust mjög mikla þýðingu fyrir myndun lians og eðli. Klofnun lífrænna efna í meltingarfær- um brynjumauranna gengur mjög langt. I mörgum jarðvegstegund- um mynda maurar, og þá einkum brynjumaurar, mikinn meirihluta allra dýra. Margfætlur (Myriopoda). Margfætlurnar eru flestar löng og mjó dýr með mikinn fjölda fóta í löngum röðum eftir báðum hlið- um bolsins. Þúsundfætlur (Diplopoda) hafa flesta fætur, þar sem liver liður bolsins ber fjóra, tvo á hvorri hlið. Þær lifa flestar á rotnandi jurtaleifum og vinna því talsvert að myndun jarðvegs. Hundraðfætlur (Chilopoda) hafa aðeins tvo fætur á hverjum lið bolsins. Þær lifa einnig í jarðvegi en eru flestar rándýr og vinna þess vegna minna að beinum breytingum jarðvegs en þúsundfætl- urnar. Finrm tegundir margfætlna eru þekktar á fslandi, þar af ein þúsundfætla. S k o r d ý r (Insecta). Skordýrunum er oft skipt í tvo stóra flokka: Vængleysingja (Apterygota) og vængbera (Pterygota). Vængleys- ingjarnir bera aldrei vængi en liinsvegar fyrirfinnast meðal væng- ireranna tegundir, sem hafa misst vængina vegna sérstakra lifnað- arhátta (sníkjudýr til dæmis). Mikilvægustu og algengustu jarðvegs- dýrin meðal skordýranna tillieyra vængleysingjunum og eru það einkum frumskottur, skorfætlur og stökkskottur. Frumskottur (Protura). Þetta eru lítil, gulleit dýr (lengd einn til tveir millimetrar), sem hafast við í rökum jarðvegi. Þau eru að mörgu leyti merkileg og svo frábrugðin öðrum skordýraflokkum, að sumir fræðimenn gera af þeirn sjálfstæðan dýraflokk hliðstæðan skordýrunum. Þau hafa til dæmis enga þreifianga, en nota fram-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.