Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 34
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem áður höfðu drottnað. Þetta stórveldi voru skriðdýrin, sem á næstu jarðöld — miðöldinni — náðu slíkri stærð og fjölbreytni, að undrun sætir. — í samanburði við ófreskjur þær, eru skrýmsli ís- lenzku þjóðsagnanna harla tilkomulítil. Sigurður Pétursson: Þörungarnir Skipting plönturíkisins í fjórar fylkingar: þelinga, mosa, byrkn- inga og fræplöntur, mun fyrst hafa verið tekin upp af þýzka grasa- fræðingnum August Eichler árið 1886. Þessi skipan, sem notuð er af mörgum ennþá, getur nú ekki lengur talizt rökrétt. Er ástæðan sú, að þelingafylkingin er miklu fjölbreyttari en álitið var. Meira að segja svo fjölbreytt, að mögulegt er að skipta henni í margar fylkingar, sem liver um sig er jafn sjálfstæð og t. d. mosarnir eða byrkningarnir. Það var austurrískur grasafræðingur, Franz Unger, sem árið 1838 hafði skilgreint þelingafylkinguna, talið til hennar sveppina, þörungana og ilétturnar og gefið henni nafnið Thal- lophyta. Aðaleinkenni þessarar fylkingar skyldu vera þau, að á plöntunum var ekki hægt að greina á milli stönguls og blaða, eins og á æðri plöntum, og öll plantan var gerð af einni veftegund, þali (thallus). Þessi upphaflega skilgreining á þelingunum hefur ekki getað staðizt. Ber hvort tveggja til, að á nokkrum þörungum er hægt að greina á milli stönguls og blaða, og annað hitt, að mosarnir eru líka gerðir úr þali. Á hinn bóginn má greina þelingafylkinguna frá æðri jurtum, þar á meðal frá mosunum, eftir gerð æxlunarfæranna. Eru æxlunarfæri þelinganna oftast ein fruma, en séu þessi líffæri fjölfruma, þá eru allar frumurnar frjóar. Á mosum og æðri plöntum eru æxlunarfærin aftur á móti alltaf fjölfruma, og eru yztu frum- urnar þá ófrjóar. Á þetta bæði við um gróhirzlur, egghirzlur og frjó- hirzlur. Annar munur er einnig á þelingunum og æðri jurtum, en

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.