Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 38
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lega tvær tegundir fykóerythrín (þararauði) og fykócyanín (þara-
blámi) í rauðþörungum og blágrænþörungum.
Talið er, að öll þessi litarefni þörunganna standi í sambandi við
tillífun kolsýrunnar, og aðstoði þau á einn eða annan hátt við að
binda orku ljósgeislanna.
Þörungarnir lifa sem kunnugt er sumir í fersku vatni og aðrir
í sjó. Eru þeir á ýmsu dýpi og ljósið, sem þeim berst, því mismun-
andi samsett. Þannig er í ljósi því, sem berst djúpt niður í vatn
eða sjó, tiltölulega meira af bláum og grænum geislum og minna
af rauðum geislum en við yfirborðið. Er þetta talin vera skýringin
á því, að rauðþörungar eru tiltölulega útbreiddastir á miklu dýpi,
en blágrænþörungar og grænþörungar á grunnu vatni. En sem aðrir
hlutir þá bera þörungarnir lit þeiiTa geisla, sem þeir endurkasta, en
ekki þeirra geisla, sem þeir taka upp eða binda.
í blágrænþörungunum eru litarefnin dreifð um allt útfrymið,
en sérstaka litbera hafa þeir ekki. í öllum öðrurn þörungum eru
litarefnin í sérstökum litberum senr hjá öllum æðri plöntum. Lit-
berar þörunganna hafa margskonar lögun, og geta verið einn eða
fleiri í hverri frumu, mismunandi eftir því, liverrar tegundar þör-
ungurinn er. I litirerum þörunga nrá oft greina sérstaka bletti (pyre-
noide), SCnr eru einskonar miðstöðvar fyrir Jrá uppbyggingu á forða-
næringu, senr fram fer í litberanum.
Forðanœring
Kolsýrutillífun plantnanna nriðar, eins og kunnugt er, að jrví að
mynda lrin nrargvíslegu kolvetni og lífrænu efnasambönd önnur,
sem plönturnar eru byggðar af. Ekki eru kolvetnin þó notuð öll,
hvað eftir og plantan myndar Jrau, heldur er nokkur hluti þeirra
geymdur sem forðanæring, og þeim þá hreytt í sérstök efnasanrbönd,
senr vel henta til geymslu. Hjá æðri plöntum er langalgengasta
forðanæringin nrjölvi, en fyrir kenrur Jró, að þær safni í sig sykri
eða þá feiti, eins og í sumum fræjunr. Meðal þörunga konra fyrir
mismunandi tegundir af forðanæringu, ýmist mismunandi afbrigði af
mjölvi, eða önnur efni í þess stað. Aðeins tvær þörungafylkingar
mynda samskonar mjölvi og æðri plöntur, en Jrað eru grænþörung-
arnir og fylkingin Pyrrhopliyta, en meginhluti hennar eru skoru-
þörungarnir. Sérkennandi fyrir Clirysophyta, þ. e. kísilþörungana,
og nokkra fleiri, er að þeir mynda alls ekkert mjölvi, heldur feiti