Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 44
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tveim samlokum og grípur önnur yfir hina. Meginefnið í samlokun- um oftast kísill. Gró og kynfrumur ýmist með svipum eða ekki. Æxl- unin bæði kynjuð og kynlaus. Kísilþörungar eru mjög útbreiddir hér á landi og hér við land, eins og annars staðar. (Sjá Náttúrufræðinginn 27 : 1 — 14). Um hina tvo ættbálkana er lítið vitað hér. Pyrrhophyta (Skoruþörungar o. fl.). Þeir eru gulgrænir eða dökk- brúnir vegna mikils magns í litberunum af karótíni og blaðgulum. Blaðgulurnar eru þó aðrar en í kísilþörungunum. Nokkrar tegundir þessarar fylkingar eru án litarefna. Forðanæring skoruþörunganna er venjulegt mjölvi, eins og gerist hjá grænþörungum og æðri plöntum. Flestir eru einfrumungar með 2 svipum, sem eru venju- lega ólíkar livor annarri bæði um gerð, legu og hreyfingu. Fjölgun fer fram kynlaust við skiptingu eða með gróum, sem geta verið með svipum eða svipulaus. Kynæxlun sjaldgæf. Skoruþörungarnir eru mjög útbreiddir í svifinu hér við land sem annars staðar. (Sjá Nátt- úrufræðinginn 27 : 1—14). Phaeophyta (Brúnþörungar). Þeir hafa gullbrúna litbera með a- og c-blaðgrænu, nokkrum blaðgulum, aðallega fúkóxanthíni (þaragulu), og (3-karótíni. Aðalforðanæringin er lamínarín. Plönt- urnar alltaf fjölfruma, fastvaxnar og oft mjög stórar. Kynfrumur og gró með 2 svipum á hlið hverrar frumu myndast í einhólfa eða marghólfa gróhirzlum. Ættliðaskipti alls staðar nema hjá þangi (Fucalis). Sæþörungar. Mjög algengar og áberandi plöntur við grýtt- ar strendur. Þekktar ættkvíslir hér við land: Ectocarpus, Elachista, Chordaria, Desmarestia, Chorda, Alaria, Laminaria, Fucus, Ascop- hyllum og Pelvetia. (Sjá Náttúruíræðinginn 30:74—97). Cyanophyta (Blágrænþörungar). Einu þörungarnir þar sem litar- efnin eru dreifð um frymið, en ekki í sérstökum litberum. Auk a-blaðgrænu, /?-karótíns og einnar blaðgulu, hafa þeir mikið af þarabláma (phycócyan) og ofurlítið af þararauða (phycóerythrín). Frumurnar mjög frumstæðar að byggingu, án kjarna og án hvatbera (mitochondria). Forðanæring sérstök tegund af mjölvi. Smávaxnir, oftast fjölfruma. Fjölgun kynlaus með svipulausum gróum eða við skiptingu. Án kynæxlunar. í söltu vatni og ósöltu. Algengar ætt- kvíslir hérlendis: Atiabaena, Nostoc, Oscillatoria, Phormidium. (Sjá Náttúrufræðinginn 28:32—49). Rhodophyta (Rauðþörungar). Þeir hafa litbera með a-blaðgrænu, 2 karótínum og lúteíni, auk þess miklu af þararauða (phycóerythríni)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.