Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 48
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Tafla III. Gróðurbeltin við strönd Islands. Littoral Semi-littoral Sub-littoral Rauðþörungar 5 30 39 Brúnþörungar 14 31 22 Graenþörungar 33 15 3 Blágrænþörungar 6 Alls 58 76 64 Mest áberandi í efsta beltinu eru þangtegundirnar (Fucaceae), dvergþangið efst, en síðan klappaþang, skúfþang, bóluþang og kló- þang, ennfremur grænhimna og purpurahimna. Einkennandi fyrir miðbeltið eru t. d. sölin, fjörugrösin og sjávarkræðan, en þar er einn- ig víða mikið af þara (Laminaria). í neðsta beltinu ber mest á þara- tegundunum og ýmsum rauðþörungum. Vatnaþörungar Lífskjörin, sem þörungarnir búa við í sjónum, eru mjög ólík þeim, sem jurtir lifa við í fersku vatni og á landi. I sjónum gætir tiltölu- lega lítið árstíða- og veðrabreytinga, og eðlis- og efnabreytingar verða þar aldrei miklar. Á landi er þetta allt annað. Þar breytast lífskjörin víðast hvar eftir árstíðum og veðri, og umhverfið sjálft er mjög marg- víslegt: þurrlendi, votlendi, hraun, sandauðnir, grunnar tjarnir, djúp vötn, fossandi lækir, snævi þakin fjöll og heitir hverir. Slík er fjölbreytnin. Og hvert umhverfi hefur sinn sérkennilega gróður, sem setur svip á landið, mosaþembur, lyngheiðar, starmýrar, grasvellir, skógar og kornakrar. Allstaðar eru það æðri plöntur, allt frá mosum og uppeftir, er verða fyrst fyrir augum manns við athugun þessa gróðurs. Næst vekja eftirtekt nokkrir sveppir og fléttur, en til þess að finna þörunga þarf oftast að gera að þeim sérstaka leit. Og livar á að leita? Fljótlegast er að finna þörungana í vatni. Grunnar tjarn- ir og litlir lækir eru heimkynni þörunga. Þar ganga þeir undir einu nafni hjá fólki og kallast slí. Slíið er sjáanlegt berum augum, en það eru ekki allir þörungar. Þörungarnir eru því miklu algeng- ari og miklu nær okkur en við höldum. Ef við höfum örlítið sýnis- horn af mold eða af vatni úr einhverjum polli og skoðum það í smá- sjá, þá getur það tæpast brugðizt, að við finnum þar þörunga. Og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.