Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 50
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ritfregnir Maps of Distribution of Norwegian Vascular Plants. Edited by Knut Fægri, Olav Gjærevoll, Johannes Lid, Rolf Nordhagen. Vol. I. Coast Plants by Knut Fægri. Oslo University Press. Oslo 1960. I ritgerð, sem kom út árið 1883, lætur hinn þekkti norski grasafræðingur f. M. Norman í ljós jiá skoðun sína, að grundvallarviðfangsefni pliintu- landafræðinnar í hverju landi, sé að gera kort yfir útbreiðslu hverrar tegundar, og sú kortagerð verði að styðjast við staðgóða þekkingu á hverjum einstökum fundarstað tegundarinnar. Norman lét ekki sitja við orðin tóm, en hóf sjálfur að gera kort af útbreiðslu plöntutegunda í norðurhluta Noregs, eða norðan heimskautsbaugsins. Lagði liann þannig grundvöllinn að gerð slíkra korta í Noregi. Tæpum fjörutíu árurn síðar tók Jens Holmboe, prófessor í grasa- fræði við háskólann í Osló, að gera og gefa út kort yfir útbreiðslu nokkurra norskra plantna. Hann ætlaði sér að halda þessari útgáfu áfram, en af jiví varð ekki. Upp úr 1930 hófst allnáið samstarf milli grasasafnanna í Osló og Bergen um gerð slíkra korta og nokkur jreirra voru gefin út. Það var samt ekki fyrr en á árunum 1949—50, að verulegur skriður komst á málið og nægilegt fjármagn fékkst til að greiða fyrir vinnu og standa straum af öðrum nauð- synlegum útgjöldum við verkið. Allt verkið var jrá endurskipulagt og grasa- söfnin í Þrándheimi og l’romsii bættust í hóp þeirra stofnana, sem að því standa. Á síðastliðnu ári kom svo fyrsta bindi jtessa mikla verks út, nefnist það Strandplöntur og er dr. Knut Fægri, prófessor í grasafræði við háskólann í Bergen, ritstjóri jress. Það er skemmtileg tilviljun, ef Jtað er jrá tilviljun, að Háskólaforlagið í Osló skuli hefja útgáfu slíks verks, sem jrrjár kynslóðir vísindamanna hafa unnið að, á sama ári og 200 ár eru liðin frá stofnun Hins konunglega norska vísindafélags. Eins og áður er sagt, fjallar jretta fyrsta bindi urn strandplöntur, Jr. e. a. s. jrær plöntutegundir, sem í Noregi eru bundar við strandsvæði landsins, án jress j)ó að vaxa í íjörunni, þar sem jarðvegur er saltur, sem sagt strandplöntur en ekki fjöruplöntur. Sumar Jreirra vaxa aðeins á örfáum stöðum á yztu eyj- um og nesjum, eins og Saxifraga liypnoides (mosasteinbrjótur); aðrar fylgja ströndinni á stóru svæði, vaxa jiar við fjarðarkjaftana og á eyjunum fyrir utan, en litið sem ekkert inni í sjálfum fjörðunum, eins og Sagina subulaia (broddkrækill); enn aðrar, eins og Succisa pratensis (stúfa), vaxa með strand- lengjunni inn í alla fjarðarbotna og jafnvel upp í dali inn af fjörðum. Þessar 156 tegundir strandplantna eru sem sagt ekki allar jafn nátengdar ströndinni og sumar jafnvel á mörkum Jress að geta talizt strandplöntur. Flestar þeirra eru heldur suðlægar og meiri hluti Jreirra vex ekki norður fyrir 65° n. br. í Noregi. Hér á landi vaxa aðeins 24 jtessara 156 tegunda og sumar þeirra liafa án efa flutzt hingað með mönnum á seinni árum og vafasamt að telja jrær ís- lenzkar tegundir, t. d. Bellis perennis (fagurfífill), Digitalis purpuraea (fingur-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.