Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 bjargarblóm), Holcus lanatus (loðgresi) og Loliurn perenne (vallarrýgresi). Og Cardamine flexuosa (kjarrklukku) er einnig vafasamt, hvort beri að telja ís- lenzka tegund, svo viS getum með góðri samvizku sagt, að a£ þessum 156 teg- undum séu varla nema 20, sem geti talizt íslenzkar. En ástæðurnar fyrir því, að þessar plöntur eru strandplöntur í Noregi, eru margvíslegar og oft eríitt að henda reiður á þeim. Lofstlagið, þ. e. hiti og úr- koma, er þar mikilvægasti þátturinn, vetrarhiti er t. d. hærri við strendur Suður-Noregs en annars staðar í landinu. Samt telur höfundurinn erfitt að tengja útbreiðslu plöntutegunda ákveðnum veðurfræðilegum jafnaðarlínum, t. d. jafnhitalínum. Höfundurinn telur einnig augsýnilegt, að livaða sam- band sem rnegi finna milli útbreiðslutakmarka plöntutegundar og ákveðinna veðurfræðilegra jafnaðarlína, t. d. jafnhitalína, á einhverjum stað, þá sé það samband einvörðungu að finna innan svæðis með sams konar loftslag. Jafn- skjótt og loftslagstypan breytist, breytist sambandið milli hinna veðurfræði- legu talna og vaxtarskilyrða plantnanna, og liinar sömu veðurfræðilegu tölur lýsi nú breyttum ökólógiskum skilyrðum. Það sé ekki plöntutegundin, sem geri mismunandi kröfur í mismunandi loftslagi, lieldur séu mælingaaðferð- irnar ófullnægjandi. Þessu hafa vísindamenn reyndar lengi hallazt að, en ýms- um hér heima, m. a. mörgum áhugamönnum um skógrækt, gengið illa að skilja. En af þessari ástæðu, eru sumar þessara norsku strandplantna alls ekki strandplöntur í nágrannalöndunum, t. d. I Svíþjóð, eða á íslandi, en flestar þeirra teljast þó strandplöntur við Norðursjóinn. Aðalhluti bókarinnar eru útbreiðslukort liinna 156 tegunda, en þau eru sér- staklega vel unnin og að baki þeirra liggur umlangsmikið starf. Notuð eru 11 mis- munandi teikn til að gefa til kynna útbreiðslu tegundanna og verða því upplýs- ingarnar, sem kortin veita, óvenju fullkomnar. Gerður er munur á fullgild- um og ónákvæmum staðarákvörðunum vaxtarstaða, gerður munur á því, livort eintök eru til I söfnum frá staðnum eða ekki, hvort tegundin sé nú útdauð á staðnum, livort lnin hafi borizt þangað af manna völdum, þess getið ef hún liefur fundizt einlivers staðar steingerð, en vex þar ekki nú, og jafnvel fleiri upplýsingar gefnar. Jafnframt eru gefnar enn frekari upplýsingar I stuttum lesmálsgreinum um hverja tegund. Svo sem hvenær og hvar hennar sé fyrst getið frá Noregi, út- breiðsla hennar þar skýrð enn frekar, m. a. sagt Iive liátt yfir sjávarmál hún nái að vaxa og I hvernig umhverfi hún vaxi og ýmislegt fleira. En eitt finnst mér vanta þar og það er stutt yfirlit yfir lieildarútbreiðslu hverrar tegundar. Þeirri reglu er fylgt I þessari bók, að öllum tegundum, bæði tekstanum og kortunum, er raðað eftir stafrófsröð og kann ég vel við það, í svona verki á systematísk niðurröðun ekki heima. Öll vinna við prentun teksta og korta er sérlega vel af hendi leyst og sérlega til hennar vandað, enda er bókinni ætlað að fara víða og skrifuð á ensku I því augnamiði. Hún á líka erindi til allra þeirra mörgu, sem liafa áhuga á útbreiðslu plantna á norðurhveli jarðar og þeirn vandamálum í sambandi við hana, sem enn eru óleyst, en þau eru rnörg. Hvernig stendur t. d. á því, að Saxifraga hypnoides (mosasteinbrjótur) vex aðéins á örfáum útskerjum og nesjum milli 61° 35' og 62° 10' n. br. í Noregi,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.