Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 16
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Mynd 3. Hitastig (°C) jarðvegsins í 5 cm dýpt undir grasi og í opnu flagi,
kl. 9 f. h., að Varmá í Mosfellssveit (Vikulegar meðaltðlur).
Fig 3. Weekly mean values of temperatures (°C) recorded in the 3 cm soil
depths under pe.rmane.nl grass (soild line) and in an exposed soil (dotted line)
at 9 a. m. at Varmá.
ur grasið úr hitarmm og hitabreytingunum, — loftið á milli gras-
stráanna einangrar.
Mynd 3 sýnir, að kl. 9 f. h. er hitinn alltaf heldur lægri í mold-
inni en undir grasinu ,sem sýnir, að hitatapið eða útgeislunin að
nóttu er minni undir grasinu en í moldinni, — loftið í grasinu
einangrar líka hér.
En áhrif þessarar meiri útgeislunar eða hitataps úr moldinni í
samanburði við grasið að nóttu koma einnig fram á annan liátt.
Lágmarkshitinn í 5 cm hæð verður ætíð hærri yfir moldinni en
yfir grasinu. Þetta er sýnt í töflu 7. Næturfrost verða því færri og
minni í moldarflögum en t. d. á aðliggjandi túnum eða öðrum
grasi grónum svæðum. — Næturfrost mældist yfir grasinu einu
sinni í júní, einu sinni í júlí og tvisvar í ágúst, en aldrei í flaginu.
Næturfrost í september mældist fjórum sinnum í grasinu en að-
eins tvisvar í l'laginu.
Nú vaknar sú spurning, hvaða gagn megi hafa af þessum athug-
unum. Á Jrað skal minnt, að hér er aðeins um byrjunarathuganir
að ræða, ætlaðar til að gefa vísbendingu um, livers eðlis vanda-
málin kunni að vera, og við hvaða hitastigi og hitabreytingum
megi helzt búast. Eins og er, gefa þessar athuganir engin fullnað-
arsvör. Þær geta aðeins talizt fróðlegar, en er tímar líða, verður
væntanlega liægt að setja fram ákveðnar skoðanir.